Fara í efni

Fræðsluferð um hagnýtingu vinds

Málsnúmer 202303015

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 79. fundur - 06.03.2023

Fyrir ráðinu liggur að fjalla um boð í fyrirhugaða fræðsluferð um hagnýtingu vinds til Noregs sem farin verður á vegum Grænvangs í vor. Tilgangur ferðarinnar er að fræðast um fjölmargar hliðar á orkuframleiðslu með vindorku og læra af reynslu Norðmanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að senda 2 fulltrúa fyrir hönd sveitarfélagsins í fræðsluferð á vegum Grænvangs og felur sveitarstjóra að óska eftir tilnefningum frá meirihluta og minnihluta.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?