Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

79. fundur 06. mars 2023 kl. 08:30 - 12:05 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Sveinn Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði

1.Aðalskipulagsbreyting, Eiðar, frístundasvæði

Málsnúmer 202207050Vakta málsnúmer

Skipulagslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir frístundasvæði á Eiðum var kynnt í lok janúar og rann frestur til athugasemda út þann 17. febrúar. Lagðar eru fram til kynningar þær umsagnir og athugasemdir sem bárust á kynningartíma.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi athugasemda sem bárust við skipulagslýsinguna samþykkir ráðið að taka sér tíma til þess að skoða þær nánar og óskar jafnframt eftir frekari upplýsingum frá málsaðila.

Samþykkt samhljóða.

2.Aðalskipulagsbreyting, Fljótsdalshérað, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202010422Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vakti formaður athygli á mögulegu vanhæfi Sveins Jónssonar, áheyrnarfulltrúa M-lista, og bar upp tillögu þess efnis. Tillagan var samþykkt samhljóða.

Sveinn Jónsson, áheyrnarfulltrúi M-lista, lagði til frestun á afgreiðslu máls og var samþykkt af ráðinu að færa dagskrárliðinn aftast á dagskrá fundarins svo hægt væri að fá inn annan fulltrúa í hans stað. Ekki gekk að fá inn annan fulltrúa og var afgreiðslu um frekari frestun hafnað með 5 atkvæðum gegn 2 (ÁMS og ÞÓ).

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga til auglýsingar vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir Fjarðarheiðargöng. Breytingin er sett fram í greinargerð dagsett 27. janúar 2023. Jafnframt er lagt fram minnisblað frá VSÓ Ráðgjöf dagsett 26. janúar 2023 um frekari úrvinnslu Suðurleiðarkosts.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leið um Melshorn sem sýnd er á uppdrætti verði tekin út og gatan neðan byggðarinnar endi við fyrirhugaða lóð fyrir hreinsistöð HEF við Melshorn. Ráðið samþykkir að vísa útfærslu á nýrri tengingu Borgarfjarðarvegar um Melshorn til gerðar nýs aðalskipulags.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst með ofangreindri breytingu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt með 5 atkvæðum, 2 sitja hjá (ÁMS og ÞÓ).

Fulltrúar V-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Í þessu samhengi viljum við, fulltrúar VG, lýsa yfir undrun okkar á því að ekki virðist eiga að líta til niðurstaðna nýlega framkominnar könnunar meðal íbúa Fljótsdalshéraðs er varðar leiðarval vegna Fjarðarheiðarganga, þar sem meirihluti aðspurðra kusu norðurleið fremur en suðurleið. Fulltrúar VG vilja hvetja til aukins íbúalýðræðis í málefnum sveitarfélagsins og telja betra að kanna hug íbúa hvað stórar ákvarðanir varðar áður en þær eru teknar.

3.Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðir, miðbær

Málsnúmer 202301174Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga til auglýsingar vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir miðbæ Egilsstaða. Breytingin er sett fram í greinargerð dagsett 1. mars 2023. Jafnframt eru lagðar fram umsagnir sem bárust á kynningartíma vinnslutillögu en frestur rann út 22. febrúar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu með þeim ábendingum um lagfæringar sem ræddar voru á fundinum og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

4.Aðalskipulagsbreyting, Efnistaka í Skaganámu

Málsnúmer 202208053Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga til auglýsingar vegna breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 fyrir stækkun Skaganámu. Breytingin er sett fram í greinargerð dagsett 1. mars 2023. Jafnframt eru lagðar fram umsagnir sem bárust á kynningartíma vinnslutillögu en frestur rann út 17.febrúar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

5.Aðalskipulagsbreyting, Flatir og Hlíðarhús, Efnisnámur

Málsnúmer 202209038Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga, dagsett 24. febrúar 2023, um að efnisnámur við Flatir og Hlíðarhús verði færðar inn á Aðalskipulag
Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að farið verði með breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, þar sem efnisnámum við Flatir og í landi Hlíðarhúsa, verði bætt inn á gildandi skipulag, sem óverulega breytingu sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er ekki talin hafa veruleg áhrif á landnotkun né eru áhrif hennar metin mikil á einstaka aðila eða stórt landsvæði.

Samþykkt samhljóða.

6.Aðalskipulagsbreyting, Borgarfjörður, þéttbýli og efnisnáma í Fjarðará

Málsnúmer 202201080Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 fyrir þéttbýli og efnisnámu í Fjarðará lauk 23. febrúar síðast liðinn. Engar athugasemdir bárust en Minjastofnunar Íslands fór fram á
breytingu á orðalagi í kafla 4.4.4. í umsögn sinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu þar sem brugðist hefur verið við athugasemd Minjastofnunar Íslands. Málinu er vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

7.Deiliskipulag, Djúpivogur, athafnalóðir

Málsnúmer 202109084Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að vinnslutillögu nýs deiliskipulags fyrir athafna- og hafnarsvæðis við Innri Gleðivík á Djúpavogi. Tillagan er sett fram í greinargerð og á uppdrætti, dagsett 1. mars 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Djúpavogs að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

8.Verndarsvæði í byggð, Djúpivogur

Málsnúmer 202209190Vakta málsnúmer

Íbúafundur var haldinn á Djúpavogi 21. febrúar síðast liðinn þar sem fulltrúar sveitarfélagsins ásamt starfsmönnum frá Minjastofnun Íslands fóru yfir framtíð verndarsvæðis í byggð á Djúpavogi. Fyrir ráðinu liggur að fjalla um næstu skref verkefnisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman drög að endurskoðun skilmála verndarsvæðis í byggð á Djúpavogi í samræmi við umræður á fundinum auk athugasemda sem komu fram á íbúafundi og í erindum til sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

9.Fjarðarborg - Samfélagsmiðstöð

Málsnúmer 202011069Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fer yfir undirbúning framkvæmda við Fjarðarborg.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fara í endurbætur á Fjarðaborg að fenginni tillögu Heimastjórnar Borgarfjarðar og samþykkir að heimastjórn hafi áfram aðkomu að verkefninu í ráðgefandi hlutverki og að á framkvæmdatíma verkefnisins verði horft til núverandi starfsemi hússins og hún verði fyrir lágmarkstruflunum.

Samþykkt samhljóða.

10.Fræðsluferð um hagnýtingu vinds

Málsnúmer 202303015Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur að fjalla um boð í fyrirhugaða fræðsluferð um hagnýtingu vinds til Noregs sem farin verður á vegum Grænvangs í vor. Tilgangur ferðarinnar er að fræðast um fjölmargar hliðar á orkuframleiðslu með vindorku og læra af reynslu Norðmanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að senda 2 fulltrúa fyrir hönd sveitarfélagsins í fræðsluferð á vegum Grænvangs og felur sveitarstjóra að óska eftir tilnefningum frá meirihluta og minnihluta.

Samþykkt samhljóða.

11.Upplýsingafundur með Landsvirkjun

Málsnúmer 202203090Vakta málsnúmer

Inn á fundinn tengjast starfsmenn Landsvirkjunar og veita upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins í sveitarfélaginu.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Árni Óðinsson - mæting: 10:20
  • Sindri Óskarsson - mæting: 10:20

12.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 21

Málsnúmer 2303001FVakta málsnúmer

Fundargerð frá 21. afgreiðslufundi byggingafulltrúa Múlaþings lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:05.

Getum við bætt efni þessarar síðu?