Fara í efni

Umsókn um lóð, Austurtún 4

Málsnúmer 202303018

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Múlaþings - 2. fundur - 07.03.2023

Austurverk ehf. sækir um lóðina Austurtún 4 fyrir raðhús. Tvær hæfar umsóknir bárust og var hlutkesti varpað um úthlutun þeirra.

Niðurstöður hlutkestis: Austurverk ehf.
Annar í röðinni að fá lóðinni úthlutað: Sigurður Sveinbjörn Gylfason.

Umsækjandi sótti jafnframt um lóðina Austurtún 6. Umsækjanda er gefinn frestur til 14. mars nk. til þess að tilkynna hvaða lóð hann vill. Óski umsækjandi eftir að fá úthlutað fleiri en einni lóð verður málið tekið fyrir hjá umhverfis- og framkvæmdaráði sem er heimilt að víkja frá skilyrði um að aðili fái eingöngu einni lóð úthlutað.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 80. fundur - 20.03.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Austurverk ehf. um að fá úthlutað tveimur lóðum í Votahvammi á Egilsstöðum, Austurtúni 4 og 6.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsóknir frá Austurverk ehf. um lóðirnar Austurtún 4 og 6 og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá úthlutun þeirra.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?