Fara í efni

Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Múlaþings

2. fundur 07. mars 2023 kl. 14:30 - 14:50 á skrifstofu sveitarfélagsins, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdasviði
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði

1.Umsókn um lóð, Bláargerði 28

Málsnúmer 202302114Vakta málsnúmer

Tekin var fyrir umsókn um lóðina Bláargerði 28 á Egilsstöðum frá Austurþingi ehf.

Skipulagfulltrúi samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur ritara að ganga frá úthlutun lóðarinnar.

2.Lóðaúthlutun, Egilsstaðir, Votihvammur

Málsnúmer 202211121Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti 21. nóvember 2022 að um úthlutun nýrra lóða í Votahvammi færi samkvæmt lið a) í 3. gr. reglna um úthlutun lóða hjá Múlaþingi. Skipulagsfulltrúa var falin framkvæmd málsins. Umsóknarfrestur um lóðirnar rann út 1. mars sl. og bárust 10 umsóknir um 7 lóðir. Fimm umsóknir voru metnar hæfar í samræmi við úthlutunarreglur.
Séu fleiri en einn umsækjandi um sömu lóð skal dregið á milli þeirra og þeim raðað í þeirri röð sem þeir eru dregnir. Sé sami umsækjandi efstur á lista úrdráttar um fleiri en eina lóð gefst honum kostur á að velja á milli lóða innan viku frá úrdrætti. Berist ekki svar innan tímafrests þá velur skipulagsfulltrúi lóð til úthlutunar fyrir viðkomandi og úthlutar hinni lóðinni til næsta umsækjanda í röðinni.

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri varpaði hlutkesti um úthlutun lóða við Austurtún 4 og Austurtún 6.

Tveir umsækjendur voru um Austurtún 4: Austurverk ehf. og Sigurður Sveinbjörn Gylfason. Austurverk vann hlutkesti um lóðina.
Tveir umsækjendur voru um Austurtún 6: Austurverk ehf. og Sigurður Sveinbjörn Gylfason. Austurverk vann hlutkesti um lóðina.

3.Umsókn um lóð, Austurtún 2

Málsnúmer 202303004Vakta málsnúmer

Sigurður Sveinbjörn Gylfason sækir um lóðina Austurtún 2 fyrir raðhús.

Skipulagfulltrúi samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur ritara að ganga frá úthlutun lóðarinnar.

4.Umsókn um lóð, Austurtún 4

Málsnúmer 202303005Vakta málsnúmer

Sigurður Sveinbjörn Gylfason sækir um lóðina Austurtún 4 fyrir raðhús. Tvær hæfar umsóknir bárust og var hlutkesti varpað um úthlutun þeirra.

Niðurstöður hlutkestis: Austurverk ehf.
Annar í röðinni að fá lóðinni úthlutað: Sigurður Sveinbjörn Gylfason

5.Umsókn um lóð, Austurtún 4

Málsnúmer 202303018Vakta málsnúmer

Austurverk ehf. sækir um lóðina Austurtún 4 fyrir raðhús. Tvær hæfar umsóknir bárust og var hlutkesti varpað um úthlutun þeirra.

Niðurstöður hlutkestis: Austurverk ehf.
Annar í röðinni að fá lóðinni úthlutað: Sigurður Sveinbjörn Gylfason.

Umsækjandi sótti jafnframt um lóðina Austurtún 6. Umsækjanda er gefinn frestur til 14. mars nk. til þess að tilkynna hvaða lóð hann vill. Óski umsækjandi eftir að fá úthlutað fleiri en einni lóð verður málið tekið fyrir hjá umhverfis- og framkvæmdaráði sem er heimilt að víkja frá skilyrði um að aðili fái eingöngu einni lóð úthlutað.

6.Umsókn um lóð, Austurtún 6

Málsnúmer 202303006Vakta málsnúmer

Sigurður Sveinbjörn Gylfason sækir um lóðina Austurtún 6 fyrir raðhús. Tvær hæfar umsóknir bárust og var hlutkesti varpað um úthlutun þeirra.

Niðurstöður hlutkestis: Austurverk ehf.
Annar í röðinni að fá lóðinni úthlutað: Sigurður Sveinbjörn Gylfason.

7.Umsókn um lóð, Austurtún 6

Málsnúmer 202303017Vakta málsnúmer

Austurverk ehf. sækir um lóðina Austurtún 6 fyrir raðhús. Tvær hæfar umsóknir bárust og var hlutkesti varpað um úthlutun þeirra.

Niðurstöður hlutkestis: Austurverk ehf.
Annar í röðinni að fá lóðinni úthlutað: Sigurður Sveinbjörn Gylfason.

Umsækjandi sótti jafnframt um lóðina Austurtún 4. Umsækjanda er gefinn frestur til 14. mars nk. til þess að tilkynna hvaða lóð hann vill. Óski umsækjandi eftir að fá úthlutað fleiri en einni lóð verður málið tekið fyrir hjá umhverfis- og framkvæmdaráði sem er heimilt að víkja frá skilyrði um að aðili fái eingöngu einni lóð úthlutað.

Fundi slitið - kl. 14:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?