Fara í efni

Aðstaða f.dagdvöl og tómstundastarf eldriborgara á Djúpavogi

Málsnúmer 202303056

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 34. fundur - 15.03.2023

Fyrir liggur erindi frá Austurlistanum þar sem sveitarstjórn er hvött til að kanna möguleika á að færa dagdvöl aldraðra sem nú er í Tryggvabúð á Djúpavogi í hentugra húsnæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindi varðandi aðstöðu fyrir dagdvöl og tómstundastarf eldir borgara á Djúpavogi til fjölskylduráðs til afgreiðlsu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 66. fundur - 28.03.2023

Þann 7. mars 2023 barst erindi frá Austurlistanum er varðar tillögu um að sveitarfélagið kaupi húsnæði björgunarsveitarinnar á Djúpavogi undir starfsemi dagdvalar og félagsstarf eldri borgara á Djúpavogi. Erindið var tekið fyrir í sveitarstjórn 16. mars s.l. þar sem því var vísað til afgreiðslu hjá fjölskylduráði.

Fjölskylduráð þakkar fyrir ábendingu Austurlistans og mun taka hana til skoðunar samhliða endurskoðun á þjónustu við eldri borgara á Djúpavogi.
Getum við bætt efni þessarar síðu?