Fara í efni

Ósk um umsögn, stækkun Keflavíkurflugvallar

Málsnúmer 202303096

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 79. fundur - 21.03.2023

Fyrir liggur til umsagnar mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar við stækkun Keflavíkurflugvallar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarfélagið Múlaþing gerir ekki athugasemdir við þá umhverfisþætti er matið tekur til en ítrekar þá athugasemd er áður hefur komið fram af hálfu sveitarfélagsins, dags. 24.01.2019, en leggur áherslu á mikilvægi þess að tafarlaust verði hafin uppbygging Egilsstaðarflugvallar sökum mikilvægi hans sem fyrsta varaflugvallar í flugstefnu Íslands þannig að hann geti tekið við aukinni flugumferð frá Keflavíkurflugvelli. Eldgos og jarðhræringar í nágrenni Keflavíkurflugvallar undanfarin misseri ýta enn frekar undir það að ráðist verði sem fyrst í uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar þannig að hann nái að sinna hlutverki fyrsta varaflugvallar með ásættanlegum hætti. Sveitarstjóra falið að koma framangreindu á framfæri við Skipulagsstofnun, ráðherra samgöngumála og þingmenn kjördæmisins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?