Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

79. fundur 21. mars 2023 kl. 08:30 - 10:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2023

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fyrir fundinum liggja skjöl frá Íslandsbanka er varðar flutning hlutafjáreignar á kennitölu Djúpavogshrepps yfir á kennitölu Múlaþings.
Byggðaráð Múlaþings samþykkir umboð til handa Birni Ingimarssyni, sveitarstjóra og Guðlaugi Sæbjörnssyni, fjármálastjóra að skrifa undir framlögð skjöl.
Sveitarstjóri staðfesti „Samning um fjármálagerninga“ og veiti fjármálastjóra umboð til fjármálagerninga.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Reglur um gististaði

Málsnúmer 202112197Vakta málsnúmer

Fyrir liggja umsagnir heimastjórna varðandi gerð reglna um gististaði fyrir Múlaþing og ná til gististaða í flokki II skv. reglugerð nr. 1277/2016 sem eru gististaðir án veitinga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur verkefnastjóra skipulagsmála og verkefnastjóra fjármála á umhverfis- og framkvæmdasviði að uppfæra tillögur að reglum Múlaþings um gististaði innan sveitarfélagsins í samræmi við fyrirliggjandi ábendingar heimastjórna. Uppfærðar tillögur að reglum verði lagðar fyrir byggðaráð til afgreiðslu er þær liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Félagsheimilið Herðubreið, rekstur

Málsnúmer 202212047Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tilboð í rekstur félagsheimilisins Herðubreiðar ásamt útboðsgögnum, minnisblaði o.fl. Inn á fundinn undir þessum lið kom atvinnu- og menningarmálastjóri Múlaþings og gerði grein fyrir stöðu og ferli málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að, á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs, verði gengið frá samningi við Celiu Harrisson og Sesselju Hlín Jónasardóttur um rekstur félagsheimilisins Herðubreiðar. Atvinnu- og menningarmálastjóra Múlaþings falin framkvæmd málsins.


Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Aðalheiður Borgþórsdóttir - mæting: 08:50

4.Hitaveita á Seyðisfirði

Málsnúmer 202110137Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir starfshóps um kyndingarkosti á Seyðisfirði dags. 22.02.23, 01.03.23 og 08.03.23.

Lagt fram til kynningar.

5.Vetrarþjónusta á Fjarðarheiði

Málsnúmer 202303002Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar, dags. 08.03.2023, þar sem málefnum varðandi vetrarþjónustu á Fjarðarheiði er beint til byggðaráðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að ósk heimastjórnar Seyðisfjarðar samþykkir byggðaráð Múlaþings að fela sveitarstjóra að eiga samtal við Vegagerðina varðandi mögulega fjölgun vefmyndavéla á Fjarðarheiði með áherslu á þá staði er virðast valda lokunum, s.s. í Stöfum og Norðurbrún.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Öldugata 14 Seyðisfirði

Málsnúmer 202209107Vakta málsnúmer

Fyrir liggja valkostir varðandi framtíðarnýtingu húsnæðis sveitarfélagsins að Öldugötu 14 á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að eignin verði seld er lausn hefur fundist varðandi framtíðarhúsnæði fyrir prentverkstæði svo sem í nýju húsnæði Tækniminjasafns á Lónsleiru og felur sveitarstjóra framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Fundargerðir stjórnar HEF - 2023

Málsnúmer 202302044Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar HEF veitna, dags. 07.03.2023.

Lagt fram til kynningar

8.Fundagerðir stjórnar, Minjasafn Austurland 2023

Málsnúmer 202303103Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands, dags. 14.03.2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að rekstrarfyrirkomulagi Minjasafns Austurlands verði breytt, enda í samræmi við þær áherslur er áður hafa verið samþykktar af hálfu sveitarfélagsins, og að skipa Björn Ingimarsson og Vilhjálm Jónsson sem fulltrúa Múlaþings í starfshóp um breytinguna.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202303093Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem haldinn verður föstudaginn 31. mars 2023 kl. 16:30 á Grand Hótel, Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

10.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026, 795. mál.

Málsnúmer 202303073Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til umsagnar tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun vegna hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026, 795.mál.

Lagt fram til kynningar.

11.Ósk um umsögn, stækkun Keflavíkurflugvallar

Málsnúmer 202303096Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til umsagnar mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar við stækkun Keflavíkurflugvallar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarfélagið Múlaþing gerir ekki athugasemdir við þá umhverfisþætti er matið tekur til en ítrekar þá athugasemd er áður hefur komið fram af hálfu sveitarfélagsins, dags. 24.01.2019, en leggur áherslu á mikilvægi þess að tafarlaust verði hafin uppbygging Egilsstaðarflugvallar sökum mikilvægi hans sem fyrsta varaflugvallar í flugstefnu Íslands þannig að hann geti tekið við aukinni flugumferð frá Keflavíkurflugvelli. Eldgos og jarðhræringar í nágrenni Keflavíkurflugvallar undanfarin misseri ýta enn frekar undir það að ráðist verði sem fyrst í uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar þannig að hann nái að sinna hlutverki fyrsta varaflugvallar með ásættanlegum hætti. Sveitarstjóra falið að koma framangreindu á framfæri við Skipulagsstofnun, ráðherra samgöngumála og þingmenn kjördæmisins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Samráðsgátt. Gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga kynntar í samráðsgátt

Málsnúmer 202303086Vakta málsnúmer

Fyrir liggja í samráðsgátt stjórnvalda til kynningar gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjós sveitarfélaga er miða að því að bæta gæði jöfnunar og einfalda útreikninga og skipulag sjóðsins auk þess að umgjörð sjóðsins endurspegli og fylgi þróun sveitarfélagagerðarinnar.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?