Fara í efni

Stofnun nýrra lóða, Lágafell 3

Málsnúmer 202303126

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 84. fundur - 15.05.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga um stofnun nýrrar lóðar við Lágafell 3 í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta grenndarkynna nýja lóð fyrir fasteignaeigendum við Lágafell 2 og 4 og Lagarfell 12.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 89. fundur - 03.07.2023

Grenndarkynningu vegna stofnunar nýrrar lóðar við Lágafell 3 í Fellabæ lauk 30. júní síðastliðinn án athugasemda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að grenndarkynningu sé lokið og felur skipulagsfulltrúa að stofna lóðina. Ráðið samþykkir að um úthlutun lóðarinnar fari samkvæmt b) lið í 3. gr. reglna um úthlutun lóða hjá Múlaþingi og felur verkefnastjóra skipulagsmála framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?