Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

84. fundur 15. maí 2023 kl. 12:45 - 15:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
 • Þórhallur Borgarson varaformaður
 • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
 • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
 • Pétur Heimisson aðalmaður
 • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
 • Sóley Valdimarsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði
Skipulagsfulltrúi, Sigurður Jónsson, sat fundinn undir liðum nr. 9-13.

1.Málefni Slökkviliðs Múlaþings

Málsnúmer 202209242Vakta málsnúmer

Slökkviliðsstjóri og varaslökkviliðsstjóri Múlaþings fóru yfir helstu verkefni. Fjallað var um brunavarnir í útihúsum, gróðurelda og tækjabúnað til að bregðast við þeim.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

 • Ingvar Birkir Einarsson - mæting: 12:45
 • Haraldur Geir Eðvaldsson - mæting: 12:45

2.Skýrsla framkvæmda- og umhverfismálastjóra

Málsnúmer 202203147Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

3.Fundir sveitarstjórnar, ráða og heimastjórna í ágúst til desember 2023

Málsnúmer 202305150Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að fundardagatali allra nefnda fram til árs loka 2023.

Lagt fram til kynningar.

4.Innsent erindi, Regnbogagata á Seyðisfirði sem göngugata

Málsnúmer 202304148Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá forsvarsaðilum handverksmarkaðarins við Norðurgötu 6. Þar er óskað eftir því að Norðurgötu (Regnbogagötu) verði lokað fyrir almennri bílaumferð yfir sumartímann. Jafnframt liggur fyrir umsögn heimastjórnar Seyðisfjarðar um málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og leggur til að gerð verði tilraun með lokun Norðurgötu sumarið 2023. Reynsla sumarsins verður nýtt til að móta reglur um tímabundnar lokanir gatna í Múlaþingi.
Áður en endanlega afstaða verður tekin til fyrirkomulags lokunar á komandi sumri felur ráðið skipulagsfulltrúa að kynna áformin fyrir eigendum fasteigna við Norðurgötu 2, 3, 5, 6, 7, 8, 8b og 10. Lagt er til að lokunartími verði frá 15. júní til 1. september. Lokunarmerkjum skal koma fyrir við báða enda Norðurgötu, en þó á þann hátt að aðgengi hreyfihamlaðra, viðbragðsaðila og vöruafhendinga sé tryggt.

Málið verður tekið fyrir að nýju hjá ráðinu þegar kynningu er lokið.

Samþykkt samhljóða.

5.Sjálfsafgreiðslustöð N1 á Djúpavogi.

Málsnúmer 202205010Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá heimastjórn Djúpavogs þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort staðsetning sjálfsafgreiðslustöðvar N1 á Djúpavogi standist núverandi skipulag. Heimastjórn Djúpavogs telur mikilvægt að eldsneytisafgreiðslu verði fundinn ný staðsetning til framtíðar fjarri íbúðabyggð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur skoðað málið og er eldsneytisafgreiðsla N1 ehf. á Djúpavogi í samræmi við gildandi Aðalskipulag Djúpvagogshrepps 2008-2020.

Samþykkt samhljóða.

6.Aðalskipulagsbreyting, Efnisnáma, Kiðueyri í Grímsá

Málsnúmer 202210120Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsögn Hafrannsóknarstofnunar vegna fyrirhugaðrar vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem efnisnáma við Grímsá í landi Ketilsstaða 2 (L157536) verður færð inn á skipulag. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til áframhaldandi málsmeðferðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem geri ráð fyrir efnisvinnslu við Grímsá í landi Ketilsstaða 2. Við vinnslu tillögunnar verði tekið tillit til umsagnar Hafrannsóknarstofnunar með það að markmiði að lágmarka neikvæð áhrif efnisvinnslu á lífríki árinnar.

Samþykkt samhljóða.

7.Aðalskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Keilur undir Bjólfi

Málsnúmer 202304036Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulags- og matslýsing, auk vinnslutillögu, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna varnarkeila norðan Öldugarðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi skipulags- og matslýsing auk vinnslutillögu verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

8.Deiliskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Keilur undir Bjólfi

Málsnúmer 202304037Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga fyrir nýtt deiliskipulag vegna varnarkeila norðan Öldugarðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Seyðisfjarðar að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

9.Deiliskipulag, Smávirkjun við Gestreiðarstaðaháls

Málsnúmer 202212147Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga fyrir nýtt deiliskipulag smávirkjunar við Gestreiðarstaðaháls. Jafnframt er lagt fram minnisblað með viðbrögðum vegna þeirra athugasemda sem gerðar voru við skipulagslýsingu verkefnisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

10.Stofnun nýrra lóða, Lágafell 3

Málsnúmer 202303126Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga um stofnun nýrrar lóðar við Lágafell 3 í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta grenndarkynna nýja lóð fyrir fasteignaeigendum við Lágafell 2 og 4 og Lagarfell 12.

Samþykkt samhljóða.

11.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Skeggjastaðir, bakkavarnir

Málsnúmer 202302188Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna bakkavarna við Jöklu í landi Skeggjastaða á Jökuldal. Samþykki landeigenda, jákvæð umsögn Minjastofnunar Íslands og leyfi Fiskistofu liggur fyrir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirhuguð áform.

Samþykkt samhljóða.

12.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Skógrækt 176 ha., Hafursá

Málsnúmer 202305080Vakta málsnúmer

Í upphafi máls vakti Björgvin Stefán Pétursson máls á mögulegu vanhæfi sínu. Formaður bar upp tillögu þess efnis sem var samþykkt samhljóða. Björgin vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Skógræktinni vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Hafursár (L157487) sem er í eigu Ríkissjóðs Íslands. Sótt er um leyfi til ræktunar á 176 ha skógrækt á landi sem skilgreint er í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem opið svæði til sérstakra nota.
Í greinargerð aðalskipulags segir að svæðið sé „ætlað til útiveru og náttúruskoðunar og er ekki gert ráð fyrir öðrum mannvirkjum á svæðinu en þeim sem tengjast almennri útiveru og náttúruskoðun, s.s. stígum, skiltum, áningarstöðum og bílastæðum fyrir göngu- og ferðafólk. Minni háttar mannvirki og starfsaðstaða vegna skógræktar er heimil.“

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Það er mat umhverfis- og framkvæmdaráðs að fyrirhuguð skógræktaráform samræmist ekki gildandi aðalskipulagi og getur þar af leiðandi ekki fallist á útgáfu framkvæmdaleyfis.

Samþykkt samhljóða.

13.Umsókn um byggingarheimild, Steinholt, 701,

Málsnúmer 202208153Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform í landi Steinholts (L157602). Áformin eru í samræmi við stefnu Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 en ekki er í gildi deiliskipulag. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til lokamálsliðar 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því að fjarlægð frá næstu nágrönnum er slík að ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu. Afgreiðslu málsins er vísað til byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

14.Samráðsgátt. Valkostir og greining á vindorku, skýrsla starfshóps.

Málsnúmer 202304171Vakta málsnúmer

Stöðuskýrsla um hagnýtingu vindorku hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda af umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Formanni falið að vinna umsögn í samráði við fulltrúa ráðsins og skila henni inn eigi síðar en 18. maí. Umsögnin verður borin upp til samþykktar á næsta fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða.

15.Samráðsgátt. Tillögur vinnuhóps um stefnumótun um lengri gönguleiðir

Málsnúmer 202305016Vakta málsnúmer

Fyrir liggja í samráðsgátt stjórnvalda tillögur vinnuhóps um lengri gönguleiðir.

Lagt fram til kynningar.

16.Umsagnarbeiðni um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 1028. mál.

Málsnúmer 202305060Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsagnarbeiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 1028. mál.

Lagt fram til kynningar.

17.Skipulag skógræktar í landinu

Málsnúmer 202305058Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar bréf frá VÍN, vinum íslenskrar náttúru, sem stílað er á allar sveitarstjórnir landsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið og vísar því til umræðu í tengslum við stefnumörkun í nýju Aðalskipulagi Múlaþings.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?