Fara í efni

Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Skaftfell Bistro ehf, Seyðisfirði

Málsnúmer 202303160

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 33. fundur - 05.04.2023

Fyrir liggur frá Sýslumanninum á Austurlandi beiðni um umsögn vegna umsóknar frá Skaftfell Bistro ehf., kennitala 640223-1460, dagsett 22.3. 2023, um leyfi til reksturs veitingahúsa í flokki III, að Austurvegi 42, Seyðisfirði.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa. Einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands og Brunavörnum á Austurlandi, með fyrirvara Brunavarna um útistandandi úrbætur og fresti.

Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. og 27. gr reglugerðar nr 1277/2016, veitir heimastjórn Seyðisfjarðar jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Jafnframt samþykkir heimastjórn Seyðisfjarðar að afgreiðslutími veitinga verði virka daga frá kl. 10.00 til kl. 23.30 og aðfaranætur frídaga frá kl. 10.00 til kl. 03.00, sbr. Lögreglusamþykkt fyrir Múlaþing.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Getum við bætt efni þessarar síðu?