Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

33. fundur 05. apríl 2023 kl. 13:00 - 16:15 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Björg Eyþórsdóttir formaður
  • Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Dagný Erla Ómarsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Verklagsreglur fyrir fjallskilamál í Múlaþing

Málsnúmer 202303064Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá minnisblað frá Margréti Ólöfu Sveinsdóttur, verkefnastjóra umhverfismála hjá Múlaþingi, og Páli Baldurssyni, verkefnastjóra hjá Austurbrú, þar sem lagðar eru fram tillögur sem miða að því að samræma verklag fyrir allar fjallskiladeildir Múlaþings. Minnisblaðið er uppfært til samræmis við athugasemdir byggðaráðs frá 28.3.2023.

Heimastjórn á Seyðisfirði fagnar því að verið sé að koma sameiginlegri sýn á fjallskilamál í Múlaþingi. Heimastjórn tekur undir með heimastjórn Borgarfjarðar hvað varðar verkefni fjallskilastjóra í minnisblaðinu.

Heimastjórn felur starfsmanni að koma athugasemdum á framfæri í samræmi við umræður á fundinum til byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Erindisbréf nefnda

Málsnúmer 202206247Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá minnisblað frá skrifstofustjóra þar sem fram koma tillögur að breytingum á 3.gr. í erindisbréfi heimastjórna sem byggðaráð samþykkti á fundi sínum 28.3.2023 að vísa til heimastjórna til umsagnar.

Heimastjórn á Seyðisfirði telur mikilvægt að framkomnar tillögur séu til þess fallnar að auka á skýrleika umrædds liðar 3. gr. í erindisbréfi heimastjórnar og tekur undir að nýjar tillögur um að hlutverk heimastjórnar sé að veita umsagnir menningarverkefna þegar eftir því er leitað og telur gott að taka dæmi um slík verkefni.

Heimastjórn telur að með umsjón félagsheimila og tjaldsvæða sé átt við að heimastjórn taki ákvörðun um hvort bjóða eigi út rekstur umræddra eininga og vera byggðarráði umsagnaraðili um rekstrarfyrirkomulag þeirra. Jafnframt telur heimastjórn æskilegt að eignasvið komi með skýrari hætti að þeim málum er varða fasteignir, rekstur og samningagerð um eignir sveitarfélagsins og fari með umsjón þeirra, þá geti atvinnu- og menningarsvið verið umsagnaraðili í slíkum málum.

Heimastjórn áréttar að breyta þarf 48. grein, A-liður, samþykkta Múlaþings í samræmi við fyrirhugaðar breytingar á 3. gr. í erindisbréfi heimastjórna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Samfélagsverkefni heimastjórna

Málsnúmer 202302101Vakta málsnúmer

Heimastjórn þakkar fyrir innsendar tillögur, þær voru fjölbreyttar og skemmtilegar og myndu allar auðga samfélagið.

Heimastjórn tók tillögurnar til umræðu og er starfsmanni falið að kostnaðargreina tvær þeirra í samræmi við umræður á fundinum.

Málið áfram í vinnslu.

4.Staða verkefna á Seyðisfirði á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202303236Vakta málsnúmer

Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri kom á fundinn og fór yfir stöðu verkefna á sviðinu. Í máli hennar kom m.a.fram að starfshópur um nýjan Seyðisfjarðarskóla verður kallaður saman eftir páska og fagnar heimastjórn því. Fjölbreytt úrval byggingalóða er í boði á Seyðisfirði og til stendur að fara í talsverðar malbikunarframkvæmdir á árinu ásamt því að leggja göngustíga í kringum grunnskólann. Ofanflóðavarnir undir Bjólfinum eru í fullum gangi og vill heimastjórn ítreka mikilvægi þess að þær framkvæmdir gangi hratt og vel. Framkvæmdasvið er að vinna að málum Gamla ríkisins og einnig Herðubreiðar en unnið er að upplýsingaöflun vegna klæðningar hússins og unnið er að brunavörnum í húsinu.

Heimastjórn þakkar Hugrúnu fyrir komuna á fundinn og góða yfirferð á stöðu mála.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 14:00

5.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040, 914. mál.

Málsnúmer 202303246Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040, 914. mál.

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

6.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (svæðaskipting strandveiða), 861. mál.

Málsnúmer 202303249Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (svæðaskipting strandveiða), 861. mál.

Heimastjórn á Seyðisfirði gerir ekki athugasemdir við tillöguna þar sem umrætt fyrirkomulag er til bóta miðað við núverandi ástand. Þó bendir heimastjórn á að það hefði verið æskilegra að hafa heildrænni sýn og koma með nýja nálgun, þar sem umrætt fyrirkomulag leysir ekki allan vandann m.t.t. þess að öryggi sjómanna sé tryggt.

Heimastjórn telur að tryggja beri 48 daga til veiða ár hvert. Meðan svo er ekki er fyrirliggjandi frumvarp um svæðaskiptinu strandveiða skárri og sanngjarnari kostur en núverandi kerfi fyrir C-svæði-Norðausturland.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fylgiskjöl:

7.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Skaftfell Bistro ehf, Seyðisfirði

Málsnúmer 202303160Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Sýslumanninum á Austurlandi beiðni um umsögn vegna umsóknar frá Skaftfell Bistro ehf., kennitala 640223-1460, dagsett 22.3. 2023, um leyfi til reksturs veitingahúsa í flokki III, að Austurvegi 42, Seyðisfirði.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa. Einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands og Brunavörnum á Austurlandi, með fyrirvara Brunavarna um útistandandi úrbætur og fresti.

Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. og 27. gr reglugerðar nr 1277/2016, veitir heimastjórn Seyðisfjarðar jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Jafnframt samþykkir heimastjórn Seyðisfjarðar að afgreiðslutími veitinga verði virka daga frá kl. 10.00 til kl. 23.30 og aðfaranætur frídaga frá kl. 10.00 til kl. 03.00, sbr. Lögreglusamþykkt fyrir Múlaþing.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


8.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Café Jensen ehf.

Málsnúmer 202303097Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Sýslumanninum á Austurlandi beiðni um umsögn vegna umsóknar frá Café Jensen ehf., kennitala 590416-1690, dagsett 14.3. 2023, um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-G Íbúðir, fasteignanr. 2168700, 710 Seyðisfirði.

Fyrir liggur að umsögn byggingafulltrúa er neikvæð að svo stöddu en umsagnir skipulagsfulltrúa, Heilbrigðiseftirlits Austurlands og Brunavarna á Austurlandi eru jákvæðar.

Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, og 26. og 27. gr. reglugerðar nr. 1277/2016, veitir heimastjórn Seyðisfjarðar neikvæða umsögn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



9.Hættuástand á Seyðisfirði

Málsnúmer 202304004Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar þakkar viðbragðsaðilum og öllum þeim sem sýndu skjót viðbrögð og aðstoðuðu bæjarbúa þegar hættuástand skapaðist í mars 2023 vegna snjóflóðahættu. Einnig vill heimastjórn hrósa íbúum Seyðisfjarðar fyrir æðruleysi og sýndan skilning við erfiðar aðstæður. Það er samfélaginu ómetanlegt að samstaða skuli vera til staðar þegar á reynir.

Heimastjórn vill ítreka mikilvægi þess að öryggi íbúa sé tryggt eins og best má á hverjum tíma, óháð veðri og vindum. Auk yfirvofandi snjóflóðahættu var Fjarðarheiðin lokuð á sama tíma og hættuástand varði. Það skapar enn meira óöryggi í erfiðum aðstæðum og ógnar öryggi íbúa enn frekar. Mikilvægt er að bæði samgöngur og ofanflóðavarnir séu tryggðar og að ekkert komi til tafa á framkvæmdum við ofanflóðavarnir og Fjarðarheiðargöng.

Heimastjórn beinir því til sveitarstjórnar að óska eftir fundi með innviðaráðherra um fyrirhugað útboð og framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng í ljósi ástandsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Seyðisfirði

Málsnúmer 202301014Vakta málsnúmer

Fulltrúi sveitarstjóra fór yfir verkefni og stöðu mála.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?