Fara í efni

Frá samráði til sóknar - samráðsfund um gerð rafræns samráðsvettvangs ungs fólks og stjórnvalda

Málsnúmer 202304022

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Múlaþings - 23. fundur - 17.04.2023

Fyrir liggur boðsbréf frá Landssambandi ungmennafélaga (LUF) á samráðsfund um gerð rafræns samráðsvettvangs ungs fólks og stjórnvalda og 1. leiðtogaráðsfund LUF sem haldinn verður 26. apríl nk.

Fyrirhugað er að senda tvo fulltrúa á fundinn og felur ungmennaráð starfsmanni að grafast fyrir um þá möguleika sem eru fyrir hendi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Múlaþings - 24. fundur - 08.05.2023

Karítas Mekkín Jónasdóttir fór fyrir hönd ráðsins á stofnfund leiðtogaráðs landssambands ungmennafélaga.
Getum við bætt efni þessarar síðu?