Fara í efni

Ungmennaráð Múlaþings

23. fundur 17. apríl 2023 kl. 15:30 - 17:30 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
 • Björg Gunnlaugsdóttir aðalmaður
 • Helgi Magnús Gunnlaugsson aðalmaður
 • Hilmir Bjólfur Sigurjónsson aðalmaður
 • Rebecca Lísbet Sharam aðalmaður
 • Sonja Bríet Steingrímsdóttir aðalmaður
 • Sævar Atli Sigurðarson aðalmaður
 • Unnar Aðalsteinsson aðalmaður
 • Karítas Mekkín Jónasdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Dagný Erla Ómarsdóttir verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála
 • Vigdís Diljá Óskarsdóttir verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála
Fundargerð ritaði: Dagný Erla Ómarsdóttir verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála

1.Skólaakstur

Málsnúmer 202205073Vakta málsnúmer

Ungmennaráð kynnti sér reglur í grunnskóla Múlaþings sem samþykktar voru af fjölskylduráði 4.4.2023. Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, fræðslustjóri, kom inn á fundinn og svaraði spurningum ungmennaráðs.

Ráðið fagnar því að það séu komnar samræmdar reglur um skólaakstur í Múlaþingi og þeim breytingum sem heimila nemendum í dreifbýli að taka með sér vini í skólabílinn.

Ungmennaráð þakkar Sigurbjörgu fyrir greinargóð svör og góða kynningu.

Gestir

 • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir - mæting: 15:45

2.Frá samráði til sóknar - samráðsfund um gerð rafræns samráðsvettvangs ungs fólks og stjórnvalda

Málsnúmer 202304022Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boðsbréf frá Landssambandi ungmennafélaga (LUF) á samráðsfund um gerð rafræns samráðsvettvangs ungs fólks og stjórnvalda og 1. leiðtogaráðsfund LUF sem haldinn verður 26. apríl nk.

Fyrirhugað er að senda tvo fulltrúa á fundinn og felur ungmennaráð starfsmanni að grafast fyrir um þá möguleika sem eru fyrir hendi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Sameiginlegur fundur sveitarstjórnar og ungmennaráðs

Málsnúmer 202304051Vakta málsnúmer

Í erindisbréfi ungmennaráðs segir að sveitarstjórn Múlaþings og ungmennaráð skuli halda einn til tvo sameiginlega fundi ár hvert.

Ungmennaráð felur starfsmanni sínum að hafa samband við sveitarstjóra Múlaþings og finna heppilega tímasetningu fyrir fundinn. Ráðið leggur til að miðvikudagurinn 14. júní verði fyrir valinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fræðslusamningur, Samtökin 78

Málsnúmer 202302012Vakta málsnúmer

Ungmennaráð fagnar því að búið sé að ganga frá samningi við Samtökin 78 og stendur við fyrri bókun síðan 12.12.2022 um að mikilvægt sé að Múlaþing sé leiðandi í jafnréttismálum og telur að hinsegin fræðsla sé gagnleg og lífsnauðsynleg í þeirri baráttu, bæði gegn óæskilegri orðræðu og fordómum í samfélaginu.

Ungmennaráð hlakkar til samstarfsins við Samtökin 78.
5.Kynning á ungmennaráði í skólum Múlaþings

Málsnúmer 202304052Vakta málsnúmer

Stefnt að því að kynna ungmennaráðið fyrir grunnskólanemendum í 8.-10. bekk og viðeigandi stofnanir í sveitarfélaginu.

Lagt fram til kynningar.

6.Erindisbréf ungmennaráðs

Málsnúmer 202203173Vakta málsnúmer

Ungmennaráð leggur til við sveitarstjórn tvær breytingar á 8. gr. í erindisbréfi ungmennaráðs.

Breytingartillaga 1 felur í sér að eftirfarandi málsgrein verði tekin út:

Einn fulltrúi Ungs Austurlands og einn til vara. Fulltrúi Ungs Austurlands er skipaður af stjórn félagsins.

í stað hennar verði:

Einn fulltrúi sem skipaður er úr Vegahúsinu og einn til vara.

Breytingartillaga 2: að ungmennaráð starfi í tvö ár í senn en ekki í eitt ár í senn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?