Fara í efni

Umsókn um lóð, Austurtún 16

Málsnúmer 202304034

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 82. fundur - 17.04.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá ÞHG ehf. um að fá úthlutað tveimur lóðum í Votahvammi á Egilsstöðum, Austurtúni 14 og 16. Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsóknir frá ÞHG ehf. um lóðirnar Austurtún 14 og 16 og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá úthlutun þeirra. Gert er ráð fyrir að lóðir í Votahvammi verði afhentar 15. maí nk. og miðast formleg úthlutun við þann tíma.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?