Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

82. fundur 17. apríl 2023 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
 • Þórhallur Borgarson varaformaður
 • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
 • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
 • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
Starfsmenn
 • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
 • Sóley Valdimarsdóttir ritari
 • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Þórunn Óladóttir sat fundinn undir liðum nr. 1-5.

1.Útboð Aðalskipulag Múlaþings

Málsnúmer 202210075Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnir niðurstöður útboðs vegna vinnu við gerð nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045. Tilboðsfrestur rann út þann 13. apríl sl. og barst eitt tilboð í verkið, frá EFLU verkfræðistofu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að ganga til samninga við bjóðanda og vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

2.Atvinnulóðir í Múlaþingi

Málsnúmer 202301126Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fer yfir stöðu atvinnulóða á Egilsstöðum og Fellabæ og möguleg kaup á landi til að tryggja landsvæði fyrir atvinnulóðir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fer þess á leit við byggðaráð að keypt verði land í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir jafnframt að auglýsa lóðir nr. 1 og 2 við Selblá og nr. 4 og 6 við Valgerðarveg lausar til úthlutunar.

Samþykkt samhljóða.

3.Innsent erindi, Umsókn um aðalskipulagsbreytingu, Valgerðarvegur 1A

Málsnúmer 202303242Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn, dagsett 30. mars 2023, frá Plastverksmiðjunni Yl ehf. um breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæði við Valgerðarstaði. Sótt er um heimild til þess að breyta þeim hluta iðnaðarhúsnæðis sem nú er nýttur sem skrifstofu- og starfsmannaaðstaða í tvær íbúðir.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð getur ekki fallist á fyrirliggjandi beiðni um breytingu á aðalskipulagi á þeirri forsendu að samkvæmt lögum er ekki heimilt að vera með íbúðarhúsnæði á iðnaðar- og athafnasvæðum. Íbúðir samræmast ekki þeirri starfsemi sem fyrir er í umræddu húsnæði og annarri landnotkun á reitnum og svæðinu.

Samþykkt samhljóða.

4.Deiliskipulag, Smávirkjun við Gestreiðarstaðaháls

Málsnúmer 202212147Vakta málsnúmer

Skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags fyrir smávirkjun við Gestreiðarstaðaháls var kynnt í janúar og rann frestur til athugasemda út þann 8. febrúar 2023. Lagðar eru fram til kynningar þær umsagnir og athugasemdir sem bárust á kynningartíma.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa því til skipulagsráðgjafa málsaðila að taka saman minnisblað þar sem greint er frá því hvernig ætlað sé að bregðast við þeim athugasemdum sem settar eru fram hjá umsagnaraðilum sem lagt verður fyrir ráðið að nýju.

Samþykkt samhljóða.

5.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Skógrækt 50ha, Davíðsstaðir

Málsnúmer 202303194Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vakti Björgvin Steinar Pétursson athygli á vanhæfi sínu. Formaður úrskurðaði um augljóst vanhæfi. Björgvin vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins. Sylvía Ösp Jónsdóttir kom inn í hans stað.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Yggdrasill Carbon ehf. vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Davíðsstaða. Sótt er um leyfi til ræktunar á 50 ha skógi sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag frá árinu 2021 og Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 er þar gert ráð fyrir 50 ha skógræktarsvæði.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirhuguð áform.

Samþykkt samhljóða.

6.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Skógrækt 80ha, Davíðsstaðir

Málsnúmer 202303195Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vakti Björgvin Steinar Pétursson athygli á vanhæfi sínu. Formaður úrskurðaði um augljóst vanhæfi. Björgvin vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins. Sylvía Ösp Jónsdóttir kom inn í hans stað.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Yggdrasill Carbon ehf. vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Davíðsstaða. Sótt er um leyfi til ræktunar á 80 ha skógi á landi sem í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gildandi deiliskipulagi frá árinu 2021 er skilgreint sem landbúnaðarsvæði.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis og framkvæmdaráð lítur svo á að þrátt fyrir að í gögnum umsækjanda sé vísað til tveggja svæða, annars vegar skógrækt á 50 ha og hins vegar 80 ha svæði, að þá falli minna svæðið undir ákvæði gildandi deiliskipulags og hér sé tekin afstaða til skógræktar á 80 ha svæði til viðbótar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð telur ekki ástæðu til að grenndarkynna fyrirhuguð áform á þeirri forsendu að svæðið er deiliskipulagt. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögnum frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni og Brunavörnum á Austurlandi.

Málið verður tekið fyrir að nýju þegar umsagnir liggja fyrir.

Samþykkt með 5 atkvæðum, 1 á móti (ÁMS).

7.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Hof 1, vegsvæði

Málsnúmer 202303238Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá. Stofna á lóð úr landi Hofs 1 (L157005) sem fær heitið Hof 1, vegsvæði.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

8.Vindorka við Lagarfoss, forsamráð

Málsnúmer 202111168Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá forsamráði Skipulagsstofnunar vegna áforma Orkusölunnar ehf. um uppsetningu tveggja vindmylla við Lagarfossvirkjun.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.

9.Umsókn um lóð, Austurtún 8

Málsnúmer 202303125Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Jöklum fasteignafélagi ehf. um að fá úthlutað þremur lóðum í Votahvammi á Egilsstöðum, Austurtúni 8, 10 og 12. Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsóknir frá Jöklum ehf. um lóðirnar Austurtún 8, 10 og 12 og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá úthlutun þeirra. Gert er ráð fyrir að lóðir í Votahvammi verði afhentar 15. maí nk. og miðast formleg úthlutun við þann tíma.

Samþykkt samhljóða.

10.Umsókn um lóð, Austurtún 10

Málsnúmer 202303124Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Jöklum fasteignafélagi ehf. um að fá úthlutað þremur lóðum í Votahvammi á Egilsstöðum, Austurtúni 8, 10 og 12. Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsóknir frá Jöklum ehf. um lóðirnar Austurtún 8, 10 og 12 og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá úthlutun þeirra. Gert er ráð fyrir að lóðir í Votahvammi verði afhentar 15. maí nk. og miðast formleg úthlutun við þann tíma.

Samþykkt samhljóða.

11.Umsókn um lóð, Austurtún 12

Málsnúmer 202303123Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Jöklum fasteignafélagi ehf. um að fá úthlutað þremur lóðum í Votahvammi á Egilsstöðum, Austurtúni 8, 10 og 12. Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsóknir frá Jöklum ehf. um lóðirnar Austurtún 8, 10 og 12 og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá úthlutun þeirra. Gert er ráð fyrir að lóðir í Votahvammi verði afhentar 15. maí nk. og miðast formleg úthlutun við þann tíma.

Samþykkt samhljóða.

12.Umsókn um lóð, Austurtún 14

Málsnúmer 202304035Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá ÞHG ehf. um að fá úthlutað tveimur lóðum í Votahvammi á Egilsstöðum, Austurtúni 14 og 16. Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsóknir frá ÞHG ehf. um lóðirnar Austurtún 14 og 16 og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá úthlutun þeirra. Gert er ráð fyrir að lóðir í Votahvammi verði afhentar 15. maí nk. og miðast formleg úthlutun við þann tíma.

Samþykkt samhljóða.

13.Umsókn um lóð, Austurtún 16

Málsnúmer 202304034Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá ÞHG ehf. um að fá úthlutað tveimur lóðum í Votahvammi á Egilsstöðum, Austurtúni 14 og 16. Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsóknir frá ÞHG ehf. um lóðirnar Austurtún 14 og 16 og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá úthlutun þeirra. Gert er ráð fyrir að lóðir í Votahvammi verði afhentar 15. maí nk. og miðast formleg úthlutun við þann tíma.

Samþykkt samhljóða.

14.Vinnuskóli 2023

Málsnúmer 202304059Vakta málsnúmer

Garðyrkjustjóri Múlaþings kynnir fyrirkomulag og laun í vinnuskólanum á komandi sumri.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um fyrirkomulag vinnuskóla sveitarfélagsins árið 2023.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

 • Jón Kristófer Arnarson - mæting: 11:10

15.Byggingarnefnd menningarhúss, Safnahús á Egilsstöðum

Málsnúmer 202211078Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 1. fundi bygginganefndar menningarhúss vegna Safnahúss á Egilsstöðum lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2023

Málsnúmer 202301192Vakta málsnúmer

Fundargerð 172. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

17.Umsagnarbeiðni um breytingu á lögum um fjöleignarhús, 80. mál

Málsnúmer 202304054Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá velferðarnefnd Alþingis um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994 (gæludýrahald), 80. mál.

Lagt fram til kynningar.

18.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um Land og skóg, 858. mál

Málsnúmer 202303213Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsagnarbeiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis við frumvarp til laga um Land og skóg, 858. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur formanni ráðsins að skila inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?