Fara í efni

Ósk um umsögn, matsáætlun, Vindmyllur við Lagarfossvirkjun

Málsnúmer 202304116

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 35. fundur - 05.05.2023

Fyrir liggur frá Skipulagsstofnun, dagsett 14. apríl 2023, ósk um umsögn um meðfylgjandi matsáætlun vegna vindmylla við Lagarfoss, skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og 12. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

Í umsögninni þarf eftir því sem við á að koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur skipulagsfulltrúa að senda umsögn heimastjórnar til Skipulagsstofnunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?