Fara í efni

Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Nýlendu, Austurvegur 5

Málsnúmer 202304118

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 35. fundur - 08.06.2023

Eftirfarandi umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi var afgreidd í tölvupósti dags. 17.05.2023 með samþykki allra fulltrúa heimastjórnar Seyðisfjarðar.

Fyrir liggur frá Sýslumanninum á Austurlandi beiðni um umsögn vegna umsóknar frá Önnu Bryndísi Skúladóttur, dagsett 21. apríl 2023 um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-C, minna gistiheimili C, Austurvegi 5, 710 Seyðisfirði.

Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, og 26. og 27. gr. reglugerðar nr. 1277/2016, veitir heimastjórn Seyðisfjarðar jákvæða umsögn um reksturs gististaðar í flokki II-C, minna gistiheimili C, að Austurvegi 5, 710 Seyðisfirði, á þeim forsendum sem fram koma hér að neðan.

Heimastjórn staðfestir að starfsemin er í samræmi við skipulagsskilmála sbr. umsögn skipulagsfulltrúa og að starfsemin er í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga um matvæli, sbr. umsögn Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Jafnframt staðfestir heimastjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um. Þá staðfestir heimastjórn að leyfið verði veitt miðað við 4 gesti, sbr. umsögn Brunavarna á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?