Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

35. fundur 08. júní 2023 kl. 14:00 - 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Björg Eyþórsdóttir formaður
  • Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Dagný Erla Ómarsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Dagný Erla Ómarsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Í upphafi fundar bar formaður upp tillögu að bæta við lið 9, Samfélagsverkefni heimastjórna, og var það samþykkt samhljóða.

1.Rafskútuleiga á Seyðisfirði

Málsnúmer 202306020Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur beiðni frá Hopp Austurland ehf. um að fá leyfi frá heimastjórn Seyðisfjarðar fyrir þjónustu Hopp rafskúta á Seyðisfirði.

Heimastjórn fagnar framtakinu og samþykkir að veita Hopp Austurland ehf. leyfi fyrir þjónustu rafskúta á Seyðisfirði í sumar. Heimastjórn felur starfsmanni að ganga frá samningi við Hopp Austurland ehf. með ábendingum í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Sturla Höskuldsson - mæting: 14:00

2.Deiliskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Keilur undir Bjólfi

Málsnúmer 202304037Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur vinnslutillaga fyrir nýtt deiliskipulag vegna varnarkeila norðan Öldugarðs.

Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn bendir á að óskað var eftir ákvörðun Skipulagsstofnunar um hvort fyrirhuguð framkvæmd, auknar snjóflóðavarnir undir Bjólfshlíðum, væri háð mati á umhverfisáhrifum. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Sóley Valdimarsdóttir - mæting: 14:30

3.Fundir sveitarstjórnar, ráða og heimastjórna í ágúst til desember 2023

Málsnúmer 202305150Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur tillaga að fundardagatali fyrir sveitarstjórn, ráð og heimastjórnir frá ágúst til desember 2023.

Heimastjórn á Seyðisfirði gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Ábending, öryggismál, göngustígur upp að Gufufossi

Málsnúmer 202305240Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur innsent erindi frá Margréti Veru Knútsdóttur dags. 22.5.2023 um að fjölmargir ferðamenn leggja leið sína gangandi upp að Gufufossi á þjóðveginum sem skapar mikla hættu.

Heimastjórn þakkar fyrir erindið og tekur undir að mjög þarft er að gera ráðstafanir áður en slys verða. Vert er að taka fram að fleiri ábendingar hafa borist heimastjórn um ástandið og meðal annars hefur lögreglan lýst yfir áhyggjum sínum.

Heimastjórn vísar málinu til umhverfis-og framkvæmdaráðs og hvetur ráðið til að eiga samtal við atvinnu- og menningarstjóra Múlaþings og Vegagerðina um tafarlausar úrbætur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.





5.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Nýlendu, Austurvegur 5

Málsnúmer 202304118Vakta málsnúmer

Eftirfarandi umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi var afgreidd í tölvupósti dags. 17.05.2023 með samþykki allra fulltrúa heimastjórnar Seyðisfjarðar.

Fyrir liggur frá Sýslumanninum á Austurlandi beiðni um umsögn vegna umsóknar frá Önnu Bryndísi Skúladóttur, dagsett 21. apríl 2023 um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-C, minna gistiheimili C, Austurvegi 5, 710 Seyðisfirði.

Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, og 26. og 27. gr. reglugerðar nr. 1277/2016, veitir heimastjórn Seyðisfjarðar jákvæða umsögn um reksturs gististaðar í flokki II-C, minna gistiheimili C, að Austurvegi 5, 710 Seyðisfirði, á þeim forsendum sem fram koma hér að neðan.

Heimastjórn staðfestir að starfsemin er í samræmi við skipulagsskilmála sbr. umsögn skipulagsfulltrúa og að starfsemin er í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga um matvæli, sbr. umsögn Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Jafnframt staðfestir heimastjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um. Þá staðfestir heimastjórn að leyfið verði veitt miðað við 4 gesti, sbr. umsögn Brunavarna á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Café Jensen ehf.

Málsnúmer 202303097Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Sýslumanninum á Austurlandi beiðni um umsögn vegna umsóknar frá Café Jensen ehf., dagsett 14.3. 2023, um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-G Íbúðir, fasteignanr. 2168700, Norðurgötu 5, 710 Seyðisfirði.

Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, og 26. og 27. gr. reglugerðar nr. 1277/2016, veitir heimastjórn Seyðisfjarðar jákvæða umsögn um rekstrarleyfi gististaðar í flokki II-G Íbúðir, að Norðurgötu 5, 710 Seyðisfirði, með þeim fyrirvara sem fram kemur hér að neðan.

Heimastjórn staðfestir að starfsemin er í samræmi við skipulagsskilmála sbr. umsögn skipulagsfulltrúa og að starfsemin er í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga um matvæli, sbr. umsögn Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Jafnframt staðfestir heimastjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um. Þá staðfestir heimastjórn að leyfið verði veitt miðað við 6 manns, sbr. umsögn Brunavarna á Austurlandi, en með þeim fyrirvara, sem fram kemur í umsögninni, um úrbætur eldvarna sem verði lokið fyrir ákveðins tíma, ella verði óskað eftir því að sýslumaður afturkalli rekstrarleyfið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Íbúafundur heimastjórnar Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202209057Vakta málsnúmer

Heimastjórn lýsir yfir ánægju með vel heppnaðan og málefnalegan fund er haldinn var í Herðubreið 24. maí sl. og þakkar þeim íbúum sem komu í spjall. Á fundinn mættu fulltrúar umhverfis- og framkvæmdamála, Hugrún Hjálmarsdóttir og Jónína Brynjólfsdóttir og svöruðu spurningum. Heimastjórn þakkar þeim fyrir komuna.

Umræður voru fjölbreyttar og fram komu gagnlegar ábendingar sem unnið er að koma í farveg hjá viðeigandi starfsmönnum.

8.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Seyðisfirði

Málsnúmer 202301014Vakta málsnúmer

Fulltrúi sveitarstjóra fór yfir ýmis mál.

Lagt fram til kynningar.

9.Samfélagsverkefni heimastjórna

Málsnúmer 202302101Vakta málsnúmer

Heimastjórn ákvað að vinna áfram með tillögu sem barst um hreystigarð og hefur ákveðið að festa kaup á tveimur útihreystitækjum sem rúmast innan kostnaðarrammans. Heimastjórn felur starfsmanni að vinna málið áfram.

Heimastjórn þakkar allar góðu hugmyndirnar sem bárust og hlakkar til að sjá þetta verkefni blómstra áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?