Fara í efni

Skóladagatöl grunnskóla Múlaþings 2023-2024

Málsnúmer 202304176

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 70. fundur - 02.05.2023

Fyrir liggja skóladagatöl grunnskóla í Múlaþingi fyrir skólárið 2023-2024. Eftirfarandi skólstjórar kynntu skóladagatölin:

Ásgrímur Ingi Arngrímsson, skólastjóri Brúarásskóla, kynnti tillögu að skóladagatali Brúarásskóla fyrir skólaárið 2023-2024 og forsendur þess. Skóladagatalið hefur verið kynnt fyrir starfsfólki en á enn eftir að leggja fyrir skólaráð.

Kristín Guðlaug Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, kynnti tillögu að skóladagatali Egilsstaðaaskóla fyrir skólaárið 2023-2024 og forsendur þess. Skóladagatalið hefur verið samþykkt hjá starfsfólki og skólaráði.

Þorbjörg Sandholt, skólastjóri Djúpavogsskóla, kynnti tillögu að skóladagatali Djúpavogsskóla fyrir skólaárið 2023-2024 og forsendur þess. Skóladagatalið hefur verið samþykkt hjá starfsfólki og skólaráði.

Þórunn Hrund Óladóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla, kynnti tillögu að skóladagatali Seyðisfjarðarskóla fyrir skólaárið 2023-2024 og forsendur þess. Skóladagatalið hefur verið tekið til umræðu hjá starfsfólki og skólaráði en á eftir að samþykkja það í skólaráði.

Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, fræðslustjóri, fyrir hönd skólastjóra Fellaskóla, kynnti tillögu að skóladagatali Fellaskóla og Grunnskólans á Borgarfirði eystri fyrir skólaárið 2023-2024. Skóladagatalið hefur verið samþykkt hjá starfsfólki og skólaráði.


Fjölskylduráð samþykkir skóladagatölin með fyrirvara um samþykki skólaráða og starfsfólks einstakra skóla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?