Fara í efni

Ránargata 17, afstaða til endurbyggingar

Málsnúmer 202305222

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 86. fundur - 05.06.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til endurbyggingar fasteignar við Ránargötu 17 en á henni varð altjón þann 27. mars sl. af völdum snjóflóðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur óráðlegt með vísan til fyrirliggjandi gagna að endurbygging húsnæðis að Ránargötu 17 verði heimiluð og vísar málinu til sveitarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 37. fundur - 14.06.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 05.06.23, varðandi afstöðu til endurbyggingar Ránargötu 17 á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til fyrirliggjandi gagna og afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að endurbygging húsnæðis að Ránargötu 17 á Seyðisfirði verði ekki heimiluð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?