Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

86. fundur 05. júní 2023 kl. 08:30 - 11:55 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Hulda Sigurdís Þráinsdóttir varamaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir starfsmaður umhverfis- og framkvæmdasviðs
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála

1.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2023-2032

Málsnúmer 202208143Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri fór yfir rammaáætlun fjárhagsáætlunar umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Guðlaugur Sæbjörnsson - mæting: 08:30

2.Innsent erindi, Regnbogagata á Seyðisfirði sem göngugata

Málsnúmer 202304148Vakta málsnúmer

Athugasemdafrestur vegna fyrirhugaðrar sumarlokunar Regnbogagötu lauk 2. júní sl. Tvær athugasemdir bárust og liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til fyrirkomulags lokunar á komandi sumri.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir þær ábendingar sem bárust frá íbúum og þjónustuaðilum við Norðurgötu og mun taka þær til skoðunar. Ráðið samþykkir jafnframt fyrirliggjandi drög að fyrirkomulagi við sumarlokun Regnbogagötu og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að útfæra lokunina í samráði við þjónustumiðstöð.

Samþykkt samhljóða.

3.Aðalskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202105090Vakta málsnúmer

Auglýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 fyrir Fjarðarheiðargöng lauk þann 21. apríl sl. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma. Gerðar hafa verið smávægilegar lagfæringar á skipulagsgögnum í samræmi við ábendingar frá Vegagerðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar henni til samþykktar hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

4.Aðalskipulagsbreyting, Efnisnáma, Kiðueyri í Grímsá

Málsnúmer 202210120Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur beiðni frá málsaðila þess efnis að sveitarfélagið standi straum af kostnaði við aðalskipulagsbreytingu vegna efnistöku úr Kiðueyri í Grímsá, sem ráðið samþykkti á fundi sínum 15. maí sl. Jafnframt er óskað eftir útgáfu bráðabirgðaleyfis fyrir efnistöku upp á 15.000 m3 þar til skipulagsbreyting hefur tekið gildi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fellst ekki á að standa straum af kostnaði við skipulagsbreytingu enda er það á höndum málsaðila að greiða þann kostnað. Ráðið telur sig ekki hafa heimild til útgáfu bráðabirgðaleyfis vegna efnistöku fyrr en skipulagsbreyting hefur tekið gildi.

Samþykkt samhljóða.

5.Rammahluti aðalskipulags, Stuðlagil

Málsnúmer 202111199Vakta málsnúmer

Auglýsingu rammahluta aðalskipulags Fljótsdalshéraðs vegna uppbyggingar við Stuðlagil lauk þann 25. maí sl. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um umsagnir og athugasemdir sem bárust.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir rammahluta aðalskipulags fyrir Stuðlagil með þeim breytingum sem ráðið hefur ákveðið og vísar málinu til sveitarstjórnar til afgreiðslu. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að láta gera viðveigandi breytingar á skiplagsgögnum í samræmi við umræður á fundinum. Eftirfarandi breytingar verði gerðar á greinargerð rammahluta aðalskipulags:
- Lagfæringar á orðalagi í samræmi við athugasemd Minjastofnunar Íslands
- Samþykki allra landeiganda á skipulagssvæðinu þarf fyrir tengingu með nýrri göngubrú
- Breyta skal hugatakanotkun í rammahluta aðalskipulags úr "skipulagsskilmálum" í "skipulagsviðmið".

Ráðið samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn um athugasemdir.

Samþykkt samhljóða.

6.Deiliskipulag, Hákonarstaðir á Jökuldal

Málsnúmer 202111209Vakta málsnúmer

Auglýsingu deiliskipulags fyrir ferðaþjónustu að Hákonarstöðum lauk þann 25. maí sl. Ein umsögn barst á auglýsingatíma en engar athugasemdir gerðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir deiliskipulag í landi Hákonarstaða og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

7.Deiliskipulagsbreyting, Grund á Jökuldal

Málsnúmer 202111210Vakta málsnúmer

Auglýsingu deiliskipulags fyrir ferðaþjónustu að Hákonarstöðum lauk þann 25. maí sl. Tvær umsagnir bárust á auglýsingatíma og liggur fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði að fjalla um þær.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu að deiliskipulagi fyrir Grund á Jökuldal að teknu tilliti til athugasemda sem fram koma í athugasemd Minjastofnunar Íslands og felur skipulagsfulltrúa að láta gera viðeigandi breytingar á gögnunum. Málinu vísað til afgreiðslu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða.

8.Deiliskipulag, Jökuldalur, Klaustursel

Málsnúmer 202111169Vakta málsnúmer

Auglýsingu deiliskipulags í landi Klaustursels lauk þann 25. maí sl. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir deiliskipulag í landi Klaustursels með þeim breytingum sem ráðið hefur ákveðið og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að láta gera viðveigandi breytingar á skiplagsgögnum í samræmi við umræður á fundinum. Eftifarandi breytingar verða gerðar á skipulagsgögnum:
- Breyta skal skilgreiningu þjónustustígs eins og hann er merktur á deiliskipulagsuppdrætti til samræmis við gildandi Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem hann er skráður tengivegur.
- Fella skal út göngustíg niður með Eyju og samræma við rammahluta aðalskipulags.

Ráðið samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn um athugasemdir.

Samþykkt samhljóða.

9.Deiliskipulag, Akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal

Málsnúmer 202108147Vakta málsnúmer

Auglýsingu deiliskipulags akstursíþróttasvæðis undir Skagafelli lauk þann 2. mars sl. Engar athugasemdir bárust en Skipulagsstofnun tók skipulagið til athugunar í samræmi við 1.mgr. 42.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Í erindi frá Skipulagsstofnun, dagsett 8. maí eru gerðar athugasemdir sem liggur fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði að fjalla um.
Fyrir fundinum liggur jafnframt minnisblað frá skipulagsráðgjafa með tillögu að viðbrögðum við athugasemdum Skipulagsstofnunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði lagfærð til samræmis við minnisblað ráðgjafa. Jafnframt samþykkir ráðið að leggja til við sveitarstjórn að hún sæki um til Innviðaráðuneytisins að fá veitta undanþágu frá grein 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð, lið „d“ vegna fjarlægðar milli bygginga og vega, fyrir lóð aðstöðuhúss í deiliskipulagi fyrir Akstursíþróttasvæði í Skagafelli. Miðað er við að gögn verði uppfærð og fjarlægð aðstöðuhúss að vegi verði ekki minni en 30 metrar.

Fram kemur í minnisblaði ráðgjafa að erfitt sé að koma húsinu fyrir í meiri fjarlægð frá vegi en sem nemur 30 metrum og það kosti mun meira rask á umhverfi og landi að gera það og tekur ráðið undir þau sjónarmið.

Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar skipulaginu til staðfestingar hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða.

10.Stofnun lóðar, Leirubakki 11

Málsnúmer 202305310Vakta málsnúmer

Ásrún Mjöll Stefánsdóttir lýsti yfir mögulegu vanhæfi sínu og færði rök fyrir því og og bar formaður upp tillögu þess efnis. Tillagan var samþykkt samhljóða og vék Ásrún af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga, ásamt lóðablaði, að stofnun nýrrar einbýlishúsalóðar við Leirubakka 11 á Seyðisfirði. Lóðin er ætluð undir húsið Garð sem nú stendur við Hafnargötu 44. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta grenndarkynna nýja lóð fyrir fasteignaeigendum við Vesturveg 8, Leirubakka 9 og 10.

Samþykkt samhljóða.

11.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Skógrækt 80ha, Davíðsstaðir

Málsnúmer 202303195Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vakti Björgvin Stefán Pétursson athygli á vanhæfi sínu. Formaður úrskurðaði um augljóst vanhæfi. Björgvin vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins. Guðný Margrét Hjaltadóttir sat fundinn í hans stað.

Tekin er fyrir að nýju umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á 80 ha. í landi Davíðsstaða. Umsagnir ásamt viðbrögðum málsaðila liggja fyrir auk uppfærðrar ræktunaráætlunar dags. 31. maí 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirhuguð áform.

Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 (ÁHB, ÁMS og HSÞ) á móti.

Fulltrúar L, V og M lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Við teljum nokkuð ljóst að skv. Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og deiliskipulagi Davíðsstaða sé eingöngu gert ráð fyrir skógrækt á 50 ha. svæði á jörðinni.
Í skipulagsreglugerð 90/2013, gr. 2.7. segir: „Landgræðslu- og skógræktaráætlanir skulu vera í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir“.
Það vekur því furðu okkar að ætlunin sé að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir 80 ha til viðbótar við þá 50 ha sem kveðið er á um í gildandi skipulagsáætlunum svæðisins. Með því er gengið gegn skipulagsreglugerð og málið afgreitt þvert á álit lögfræðinga Skipulagsstofnunar og Múlaþings sem þó var óskað eftir ráðleggingum frá á fyrri stigum málsins.
Þó skógrækt til kolefnisbindingar sé án efa öflugt vopn gegn loftslagsvánni og framlögð gögn YGG, s.s. skógræktaráætlunin á Davíðsstöðum, séu til fyrirmyndar teljum við ekki rétt að pólitískir fulltrúar taki sér það vald að ganga gegn lögum og reglugerðum sem þeim ber að vinna eftir.

12.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Skógrækt 176 ha., Hafursá

Málsnúmer 202305080Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vakti Björgvin Stefán Pétursson athygli á vanhæfi sínu. Formaður úrskurðaði um augljóst vanhæfi. Björgvin vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins. Guðný Margrét Hjaltadóttir sat fundinn í hans stað.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Skógræktinni, en stofnunin er efnislega ósammála afgreiðslu ráðins í tengslum við framkvæmdaleyfisumsókn fyrir skógrækt í landi Hafursár. Í erindinu eru sjónarmið stofnunarinnar rakin.
Fyrir ráðinu liggur jafnframt álit Skipulagsstofnunar er varðar túlkun á leyfilegri landnotkun samkvæmt Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur formanni, sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa að funda með málsaðilum.

Samþykkt samhljóða.

13.Ránargata 17, afstaða til endurbyggingar

Málsnúmer 202305222Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til endurbyggingar fasteignar við Ránargötu 17 en á henni varð altjón þann 27. mars sl. af völdum snjóflóðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur óráðlegt með vísan til fyrirliggjandi gagna að endurbygging húsnæðis að Ránargötu 17 verði heimiluð og vísar málinu til sveitarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

14.Umsókn um lóð, Dalsel 1

Málsnúmer 202305268Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Jöklum fasteignafélagi ehf. um lóðina Dalsel 1 á Egilsstöðum. Gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir þriggja íbúða raðhúsi á lóðinni en í umsókn umsækjanda er óskað eftir því að gerð verði breyting á deiliskipulagi sem heimili byggingu fimm íbúða raðhúss.
Í umsókninni er jafnframt tekið fram að verði hún samþykkt hyggst félagið skila inn þremur lóðum við Austurtún.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að Jöklum fasteignafélagi ehf. verði veitt vilyrði fyrir lóðinni að Dalseli 1 á meðan unnið verði að frekari útfærslu verkefnisins og hugsanlegum breytingum á skipulagi.
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að láta vinna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi í samráði við málsaðila. Jafnframt verða lóðir við Austurtún færðar á lista yfir lausar lóðir.

Samþykkt samhljóða.

15.Umsókn um stofnun lóðar, Egilsstaðir, Hamragerði 2

Málsnúmer 202212157Vakta málsnúmer

RARIK ohf. hefur óskað eftir rúmlega 100 m2 lóð undir spennistöð við Hamragerði 2 á Egilsstöðum. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar lóðarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta grenndarkynna nýja lóð fyrir fasteignaeigendum við Kaupvang 23b og sóknarnefnd Egilsstaðasóknar.

Samþykkt samhljóða.

16.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Grásteinn 3

Málsnúmer 202305207Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá. Stofna á lóð úr landi Grásteins (L226256) sem fær heitið Grásteinn 3.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

17.Umsókn um byggingarleyfi, Miðás 25, 700,

Málsnúmer 202305241Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform fyrir verkstæðis- og lagerhúsnæði við Miðás 25 á Egilsstöðum. Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 en ekki er í gildi deiliskipulag. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái til fasteignaeigenda við Miðás 19-21, 23 og 27-29.

Samþykkt samhljóða.

18.Skipulag skógræktar í landinu

Málsnúmer 202305058Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar erindi, dagsett 22. maí 2023, frá Skógræktarfélagi Íslands þar sem bent er á meintar rangfærslur í erindi VÍN sem lagt var fyrir á fundi ráðsins 15. maí sl.

Lagt fram til kynningar.

19.Útboð Aðalskipulag Múlaþings

Málsnúmer 202210075Vakta málsnúmer

Lagður er fram til kynningar undirritaður samningur vegna vinnu við gerð nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045.

Lagt fram til kynningar.

20.Innsent erindi, athugasemd við starfsleyfi eldsneytisafgreiðslu N1 á Djúpavogi

Málsnúmer 202305305Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá íbúum við Búland 2, 4, 6 og 8 og Steinum 3 á Djúpavogi þar sem farið er þess á leit að starfsleyfi vegna eldsneytisafgreiðslu N1 við Búland 1 verði afturkallað.

Frestað til næsta fundar.

21.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 22

Málsnúmer 2305019FVakta málsnúmer

Fundargerð frá 22. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Múlaþings lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:55.

Getum við bætt efni þessarar síðu?