Fara í efni

Sumarleyfi leikskóla 2024

Málsnúmer 202306013

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 74. fundur - 06.06.2023

Fyrir liggur bókun frá leikskólastjórafundi, dagsett 25.5 2023, varðandi sumarlokun leikskóla 2024.

Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð Múlaþings - 87. fundur - 21.11.2023

Málið áfram í vinnuslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 89. fundur - 05.12.2023

Fyrir liggur uppfært minnisblað um sumarleyfi leikskóla 2024-2027.

Fjölskylduráð samþykkir að sumarlokun leikskóla verði 24. júní - 26. júlí 2024 í leikskólum Múlaþings nema í Bjarkatúni, Djúpavogi þar verður lokað 8. júlí -12. ágúst 2024.

Fjölskylduráð leggur til að myndaður verði starfshópur með það að markmiði að skoða betri vinnutíma starfsfólks, að móta tillögur að framtíðarfyrirkomulagi sumarleyfa í leikskólum og skoða hvernig megi auka sveigjanleika fyrir fjölskyldur. Fjölskylduráð felur fræðslustjóra í samráði við formann fjölskylduráðs að gera drög að erindisbréfi fyrir starfshópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 103. fundur - 07.05.2024

Fyrir liggur niðurstaða á skráningu barna í leikskóla Múlaþings í fimmtu viku sumarlokunnar 2024.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?