Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

87. fundur 21. nóvember 2023 kl. 12:30 - 17:05 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Alda Ósk Harðardóttir varamaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Marta Wium Hermannsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, Júlía Sæmundsdóttir og Bylgja Borgþórsdóttir fræðslustjóri, félagsmálastjóri og íþrótta- og æskulýðsstjóri
Áheyrnafulltrúar leikskóla Heiðdís Ragnarsdóttir, Sigríður Alda Ómarsdóttir og Erna Ruth Rúnarsdóttir sátu liði 1-5 og 7.
Áheyrnafulltrúar grunnskóla Kristín Guðlaug Magnúsdóttir, Arna Magnúsdóttir og Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir sátu liði 6 og 7.

Einnig sátu eftirfarandi skólastjórnendur eftirfarandi liði sem vörðuð stofnun þeirra. Þórunn Hrund Óladóttir skólastjóri Seyðisfjarðarskóla sat lið 1. Kristín Guðlaug Magnúsdóttir skólastjóri Egilsstaðaskóla, sat lið 6.

1.Starfsáætlanir leikskóla 2023-2024

Málsnúmer 202309150Vakta málsnúmer

Fyrir liggja starfsáætlanir Seyðisfjarðarskóla leikskóladeild fyrir skólaárið 2023-2024. Þórunn Óladóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla fór yfir helstu þætti starfsáætlunarinnar.

Starfsáætlunin er samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Tölulegar upplýsingar haust 2023

Málsnúmer 202311097Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tölulegar upplýsingar varðandi dvalartíma og systkinaafslátt í leikskólum Múlaþings.

Lagt fram til kynningar

3.Fjöldi leikskólabarna skólaárið 2023-2024 og biðlisti yngstu barnanna eftir leikskólaplássi í júlí 2023

Málsnúmer 202307040Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað um stöðu á umsóknarlista og úthlutun leikskólaplássa á vorönn 2024. Einnig liggur fyrir bréf frá starfsfólki í Tjarnarskógi, þar sem áhyggjum vegna fyrirhugaðrar færslu á færanlegri kennslustofu er komið á framfæri.

Fjölskylduráð þakkar fyrir erindi starfsfólks Tjarnarskógar. Miðað við núverandi stöðu verður beðið með að færa færanlegu kennslustofuna þar til niðurstaða liggur fyrir í apríl nk. vegna úthlutunar leikskólaplássa fyrir skólaárið 2024-2025.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Sumarleyfi leikskóla 2024

Málsnúmer 202306013Vakta málsnúmer

Málið áfram í vinnuslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Ábending til sveitarfélaga um mikilvægi kynja-og jafnréttissjónarmiða

Málsnúmer 202311078Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ábending frá Janfréttisstofu, dagsett 10. nóvember 2023, til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða við stefnumótun og ákvarðanatöku í breytingum á fyrirkomulagi leikskóla.

Lagt fram til kynningar.

6.Sjálfsmatsskýrslur grunnskóla 2023-2024

Málsnúmer 202310201Vakta málsnúmer

Fyrir liggja sjálfsmatsskýrslur frá eftirfarandi skólum: Brúarásskóla, Fellaskóla, Egilsstaðaskóla og Seyðisfjarðarskóla. Kristín Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla sat undir þessum lið.

Skýrslurnar lagðar fram til kynningar.

7.Samskipti skóla og trúfélaga í Múlaþingi

Málsnúmer 202309149Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að reglum um samskipti trúfélaga og skóla í Múlaþingi.

Reglurnar eru samþykktar með fjórum atkvæðum (GBH) (SG) (AÓH) (GLG) með handauppréttingu. (ES) situr hjá og (JHÞ) og (ÁMS) eru á móti.

Fulltrúar Austurlistans og VG í Múlaþingi geta ekki samþykkt fyrir sitt leyti fyrirliggjandi reglur þar sem greinar innan reglnanna eru í mótsögn við hverja aðra. Reglurnar setja foreldra og börn í þá ósanngjörnu stöðu að þurfa gera grein fyrir trúar- eða lífsskoðunum sínum en skv. tölum Hagstofunnar standa tæp 44% íbúa Múlaþings utan Þjóðkirkju.

8.LungA skólinn, samstarfsbeiðni

Málsnúmer 202012073Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi til byggðaráðs, dagsett 20. okt 2023, frá skólastjóra og verkefnastjóra LungA skólans varðandi styrkveitingu frá sveitarfélaginu vegna ársins 2024. Í bókun byggðaráðs Múlaþings, dagsett 24. okt 2023, er erindinu beint til fjölskylduráðs til afgreiðslu.

Fjölskylduráð leggur áherslu á gott samstarf við LungA skólann enda er starf skólans metnaðarfullt og einstakt á landsvísu. Ráðið samþykkir að styrkja LungA skólann um 2,5 milljónir eins og gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun sviðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Skipulag á fjölskyldusviði

Málsnúmer 202311139Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson, sveitarstjóri, mætti undir þessum fundarlið. Hann kynnti hugmyndir um skipulagsbreytingar á fjölskyldusviði. Lagt er til að íþróttir, forvarnir og tómstundir verði færðar undir fræðslustjóra í skipuriti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Skýrsla fræðslustjóra

Fundi slitið - kl. 17:05.

Getum við bætt efni þessarar síðu?