Fara í efni

Landsmót Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar 2023

Málsnúmer 202306119

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 75. fundur - 20.06.2023

Fyrir liggur bréf, dagsett 25.5. 2023, frá Æskulýðssambandi þjóðkirkjunnar þar sem óskað er eftir að fá að halda landsmót ÆSKÞ á Egilsstöðum 13.-15. október 2023. Jafnframt er óskað eftir styrk í formi aðstöðu og gistingar.

Fjölskylduráð hafnar styrkbeiðninni, enda ekki inni í fjárhagsáætlun að styrkja svo stórt verkefni, en starfsfólki ráðsins er falið að koma á sambandi á milli skólastjórnenda og forstöðumanns íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum svo hægt sé að kanna hvaða möguleikar eru á samstarfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 78. fundur - 22.08.2023

Fyrir liggur beiðni frá Þresti Jónssyni um endurupptöku erindis sem barst í tölvupósti, dagsettu 25.5. 2023, frá Æskulýðssambandi þjóðkirkjunnar þar sem óskað er eftir að fá að halda landsmót ÆSKÞ á Egilsstöðum 13.-15. október 2023. Jafnframt er óskað eftir styrk í formi aðstöðu og gistingar.

Fjölskylduráð bókaði eftirfarandi á 75. fundi sínum þann 20. júní:
Fjölskylduráð hafnar styrkbeiðninni, enda ekki inni í fjárhagsáætlun að styrkja svo stórt verkefni, en starfsfólki ráðsins er falið að koma á sambandi á milli skólastjórnenda og forstöðumanns íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum svo hægt sé að kanna hvaða möguleikar eru á samstarfi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð áréttar að með ofangreindri bókun var beiðni um aðstöðu og gistingu ekki neitað, eingöngu því að stofnanir fjölskyldusviðs greiddu fyrir slíkt. Stofnanir sveitarfélagsins fylgja þeim reglum sem settar hafa verið og forstöðufólk er í samskiptum við þau félög sem biðja um þjónustu.

Þykir fjölskylduráði að sjálfsögðu frábært að svo stórir viðburðir fyrir ungt fólk séu haldnir í sveitarfélaginu og beinir því til forstöðufólks að taka jákvætt í erindi sem þessi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?