Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

78. fundur 22. ágúst 2023 kl. 12:30 - 14:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri

1.Samtökin 78, samtal í upphafi skólaárs

Málsnúmer 202308059Vakta málsnúmer

Í tilefni 78. fundar fjölskylduráðs mætti Daníel E. Arnarsson fyrir hönd Samtakanna 78, fylgdi eftir samningi sem var undirritaður í vor og kynnti framhaldið. Fer fræðsla að hefjast skv. samningnum og skipulagning er í fullum gangi hjá bæði sveitarfélaginu og Samtökunum 78.

Fjölskylduráð þakkar Daníel kærlega fyrir komuna og vonast eftir áframhaldandi góðri samvinnu.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

2.Landsmót Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar 2023

Málsnúmer 202306119Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá Þresti Jónssyni um endurupptöku erindis sem barst í tölvupósti, dagsettu 25.5. 2023, frá Æskulýðssambandi þjóðkirkjunnar þar sem óskað er eftir að fá að halda landsmót ÆSKÞ á Egilsstöðum 13.-15. október 2023. Jafnframt er óskað eftir styrk í formi aðstöðu og gistingar.

Fjölskylduráð bókaði eftirfarandi á 75. fundi sínum þann 20. júní:
Fjölskylduráð hafnar styrkbeiðninni, enda ekki inni í fjárhagsáætlun að styrkja svo stórt verkefni, en starfsfólki ráðsins er falið að koma á sambandi á milli skólastjórnenda og forstöðumanns íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum svo hægt sé að kanna hvaða möguleikar eru á samstarfi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð áréttar að með ofangreindri bókun var beiðni um aðstöðu og gistingu ekki neitað, eingöngu því að stofnanir fjölskyldusviðs greiddu fyrir slíkt. Stofnanir sveitarfélagsins fylgja þeim reglum sem settar hafa verið og forstöðufólk er í samskiptum við þau félög sem biðja um þjónustu.

Þykir fjölskylduráði að sjálfsögðu frábært að svo stórir viðburðir fyrir ungt fólk séu haldnir í sveitarfélaginu og beinir því til forstöðufólks að taka jákvætt í erindi sem þessi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Allir með! - þróunarverkefni Íþróttafélagsins Hattar

Málsnúmer 202106104Vakta málsnúmer

Á fundinn mætti Lísa Leifsdóttir, formaður Íþróttafélagsins Hattar, og kynnti framgang þróunarverkefnis Hattar, Allir með!

Lagt fram til kynningar.

4.Styrkir til íþróttafélaga

Málsnúmer 202306069Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Íþrótta- og tómstundastyrkir fjölskylduráðs, október 2023

Málsnúmer 202308084Vakta málsnúmer

Unnið er að skema fyrir mat á umsóknum um íþrótta- og tómstundastyrki fjölskylduráðs.

Minnir fjölskylduráð einnig á að styrkir eru auglýstir til umsóknar tvisvar á ári, í mars og í október, og verður næst auglýst með umsóknarfrest til 15. október 2023.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

6.Skýrsla íþrótta- og æskulýðsstjóra

Málsnúmer 202010555Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?