Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, ljósleiðari og rafstrengur, Núpur-Melshorn

Málsnúmer 202306193

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 89. fundur - 03.07.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá RARIK, dags. 29. júní 2023, vegna fyrirhugaðrar lagningar ljósleiðara og rafstrengs frá Núpi að Melshorni í Berufirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um jákvæðar umsagnir Náttúrufræðistofnunar Íslands og heimastjórnar Djúpavogs sem náttúruverndarnefndar. Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út leyfi þegar umsagnir og samþykki landeigenda liggja fyrir.

Umhverfis- og framkvæmdaráð beinir því til málsaðila að undirbúa verkefnin tímanlega og með þeim hætti að viðeigandi gögn liggi fyrir þegar erindið er sent inn til afgreiðslu. Á það sérstaklega við um undirrituð samþykki landeigenda.

Ráðið ítrekar fyrri afstöðu sína sem áður hefur komið fram og hvetur RARIK til þess að klára þrífösun rafmagns í sveitarfélaginu og að í þeim áfanga sem hér er til umfjöllunar verði þeir þrír bæir sem eftir standa í Berufirði tengdir.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 39. fundur - 06.07.2023

Fyrir fundinum lá beiðni um umsögn vegna fyrirhugaðra framkvæmda RARIK við Blábjörg í Berufirði í samræmi við 3. mgr. 37. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013.

Heimastjórn á Djúpavogi gerir ekki athugsemdir við fyrirhugaða framkvæmd.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?