Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

39. fundur 06. júlí 2023 kl. 10:00 - 11:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gauti Jóhannesson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Gauti Jóhannesson fulltrúi sveitarstjóra

1.Cittaslow

Málsnúmer 202203219Vakta málsnúmer

Starfsmaður heimastjórnar gerði grein fyrir heimsókn sinni til Ulvik í Noregi þar sem hann sat ársfund Nordic Cittaslow 6.-9. maí sl.

Lagt fram til kynningar.

2.Staða verkefna á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202209131Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Samráðsgátt. Drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024 - 2038

Málsnúmer 202306099Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum láu drög að umsögn um tillögu til samgönguáætlunar 2024-2038 auk aðgerðaáætlunar 2024-2028 sem unnin var af sveitarstjóra, formönnum heimastjórna og starfsmönnum þeirra.

Heimastjórn á Djúpavogi tekur undir þær áherslur sem fram koma í drögunum og leggur mikla áherslu á að nú þegar verði hugað að því að koma framkvæmdum við Axarveg framar í áætlunina.
Starfsmanni falið að koma áherslum heimastjórnar á framfæri í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

4.Umhverfismál, aðbúnaður gangandi vegfarenda á Djúpavogi.

Málsnúmer 202012091Vakta málsnúmer

Fram hafa komið hugmyndir um að fjölga bekkjum á Djúpavogi og gefa íbúum kost á að merkja þá sérstaklega t.d. til minningar um látna ættinga og vini eins og tíðkast í borgum og bæjum víða um heim.

Heimastjórn líst vel á hugmyndina og felur starfsmanni að vinna að málinu áfram.

Samþykkt samhljóða.

5.Faktorshúsið Djúpavogi

Málsnúmer 202103213Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá minnisblað frá Rúnari Matthíassyni umsjónarmanni fasteigna.

Heimastjórn á Djúpavogi leggur áherslu á að gert sé ráð fyrir viðhaldi og framkvæmdum í Faktorshúsinu í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins vegna ársins 2023.

Samþykkt samhljóða.

6.Umsókn um framkvæmdaleyfi, ljósleiðari og rafstrengur, Núpur-Melshorn

Málsnúmer 202306193Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá beiðni um umsögn vegna fyrirhugaðra framkvæmda RARIK við Blábjörg í Berufirði í samræmi við 3. mgr. 37. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013.

Heimastjórn á Djúpavogi gerir ekki athugsemdir við fyrirhugaða framkvæmd.

Samþykkt samhljóða.

7.Hundasvæði á Djúpavogi

Málsnúmer 202306179Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá erindi frá Karolinu Bielecka varðandi hundasvæði við Djúpavog.

Heimastjórn líst vel á hugmyndina en leggur til áður en lengra er haldið að myndaður verði hópur/félag hundaeigenda sem hafður yrði til ráðgjafar við verkefnið og sem jafnframt myndi hugsa um svæðið og bera ábyrgð á því. Starfsmanni falið að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða.

8.Sjálfsafgreiðslustöð N1 á Djúpavogi.

Málsnúmer 202205010Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá erindi frá nágrönnum sjálfsafgreiðslustöðvar N1 á Djúpavogi.

Heimastjórn áréttar af þessu tilefni bókun sína frá 1. júní og ítrekar óskir sínar um að nú þegar verði hafinn undirbúningur að breytingu á gildandi aðalskipulagi með það fyrir augum að eldsneytisafgreiðslunni verði fundinn staður fjær íbúðabyggð. Erindinu vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða.

9.Erindisbréf nefnda

Málsnúmer 202206247Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá bókun byggðaráðs dags. 27. júní varðandi leiðir til að auka skilvirkni við afgreiðslur umsagna og leyfisveitinga sem eru á borði heimastjórna.

Heimastjórn á Djúpavogi gerir ekki athugasemdir við að fulltrúa sveitarstjóra verði veitt umboð til að veita umsagnir um rekstrarleyfi, sem og umsagnir er varða akstursíþróttir og aksturskeppnir. Fulltrúi sveitarstjóra getur vísað afgreiðslu umsagnar til heimastjórnar telji viðkomandi það æskilegt.

Samþykkt samhljóða.

10.Steinar 1, framkvæmdir, gamla kirkjan á Djúpavogi

Málsnúmer 202106143Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá minnisblað frá Rúnari Matthíassyni umsjónarmanni fasteigna.

Heimastjórn á Djúpavogi leggur áherslu á að gert sé ráð fyrir fjármagni til framkvæmda við gömlu kirkjuna í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins vegna ársins 2023.

Samþykkt samhljóða.

11.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Sætún: Unnið er að framkvæmdum við salernisaðstöðu í Sætúni. Þeim hefur seinkað en vonast er til að þeim ljúki mjög fljótlega.

Mastur: Sótt hefur verið um leyfi til að fjarlægja mastur við Kamb 1 og er gert ráð fyrir að það verði tekið niður í sumar.

Starfsmaður við höfnina: Starfsmaður er ráðinn tímabundið til að aðstoða við höfnina þá daga þegar umferð skemmtiferðaskipa krefst þess.

Eyjaland: Stefnt er að því að malbika Eyjalandið fljótlega í júlí.

Hafnarframkvæmdir: Áfram er unnið að hafnarframkvæmdum en steypa á þekjuna á bryggjunni í september. Einnig er unnið að lögnum og fyrirhuguðum göngustíg við Víkurland.

Viðgerð á Geysi: Viðgerð hefur undafarið staðið yfir á gluggum í Geysi en þeir hafa lekið lengi. Viðgerð lýkur í júlí.

Faktorshúsið. Tröppur verða settar við gaflinn á Faktorshúsinu á allra næstu dögum.

Mörk: Áfram er unnið að gerð gangstéttar meðfram Mörk. Þeirri framkvæmd lýkur fljótlega.

Tryggvabúð: Unnið er að því að undirbúa malbikun á bílastæðinu við Tryggvabúð sem verður gert fljótlega.

Salernisaðstaða við Kjörbúðina: Áfram er unið að málinu í samráði við forsvarsmenn verslunarinnar og N1.

Langabúð: Nýlega var lagður göngustígur neðan við Löngubúð og þökur settar sitt hvoru megin.

Grunnskólinn: Stefnt er að því að klæðningu á skólanum verði lokið fyrir skólabyrjun.


12.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Næsti reglulegi fundur heimastjórnar á Djúpavogi verður haldinn fimmtudaginn 10. ágúst næstkomandi kl. 10:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast starfsmanni heimastjórnar fyrir kl. 15:00 mánudaginn 7. ágúst á netfangið gauti.johannesson@mulathing.is.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?