Fara í efni

Girðingar á Borgarfirði

Málsnúmer 202307013

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 37. fundur - 06.07.2023

Heimastjórn áréttar fyrri bókanir sínar varðandi nauðsyn þess að girða meðfram veginum frá Landsenda að þorpi þar sem ær eru farnar að valda bæði hættu og skemmdum á veginum.

Jafnframt þarf að skoða hvort girða þurfi frá Fjarðarárbrú að næstu hagagirðingu þar sem fé hefur í auknu mæli verið á veginum frá Fjarðarárbrúnni og að pípuhliðinu við Hofströnd.

Formanni heimastjórnar falið að koma á fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna þessa.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?