Fara í efni

Uppbygging dreifikerfis Landsnets í Múlaþingi

Málsnúmer 202307024

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 90. fundur - 11.07.2023

Fyrir liggja upplýsingar um að Landsnet áformar að tengja Fljótsdalslínur í Hryggstekk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings vill koma á framfæri þakklæti til Landsnets fyrir þá uppbyggingu sem hefur orðið á dreifikerfi Landsnets á og til Austurlands undanfarin ár, svo sem Kröflulína 3, hækkun á línuspennu milli tengivirkja og lagningu strengja í jörð.

Þá fagnar byggðaráð framkvæmdaáætlun Landsnets um uppbyggingu tengivirkisins í Hryggstekk á árunum 2025-2027, sem m.a. felur í sér tengingu Fljótsdalslínu í Hryggstekk með nýju 220kV spennivirki. Einnig er áætlun um að efla tengivirkið við Eyvindará fagnað sem og endurnýjun tengivirkis á Seyðisfirði.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að fá aðila frá Landsneti til fundar með byggðaráði til að ræða þessa uppbyggingu og til að upplýsa um þau tækifæri sem þetta kann að hafa í för með sér fyrir Austurland.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?