Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

90. fundur 11. júlí 2023 kl. 09:00 - 12:10 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2023

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2023 - 2026

Málsnúmer 202204221Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri fór yfir áætluð áhrif nýrra kjarasamninga á launakostnað í A hluta og hækkun skatttekna sem og frávik vegna þessa frá samþykktri fjárhagsáætlun fyrir 2023 og kynnti drög að viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2023 þar sem gert er ráð fyrir að hækkun launakostnaðar í A hluta, frá samþykktri áætlun, nemi um 229 millj.kr. og hækkun skatttekna nemi um 240 millj.kr.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Deiliskipulag, Úlfsstaðaholt, frístundabyggð

Málsnúmer 202203036Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 03.07.2023, varðandi deiliskipulag á Úlfstaðaholti á Völlum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir byggðaráð Múlaþings að sækja um fyrir hönd sveitarfélagsins til Innviðaráðuneytisins að fá veitta undanþágu frá grein 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð, lið "d" vegna fjarlægðar milli bygginga og vega, fyrir lóðirnar næst veginum að sumarbústaðabyggðinni í Eyjólfsstaðaskógi. Miðað er við að fjarlægð húsa að vegi verði ekki minni en 35 metrar. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Erindisbréf nefnda

Málsnúmer 202206247Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga er bókuð var á fundi byggðaráðs Múlaþings 27.06.2023, og snýst um að auka skilvirkni við afgreiðslur leyfisveitinga sem eru á borði heimastjórna. Jafnframt liggja fyrir umsagnir heimastjórna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur skrifstofustjóra að láta uppfæra erindisbréf heimastjórna sem og samþykktir um stjórn Múlaþings í samræmi við þetta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir, ráð og nefndir

Málsnúmer 202205380Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að afgreiða þarf endurkjör forseta og varaforseta sveitarstjórnar auk byggðaráðs Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Jónína Brynjólfsdóttir verði kjörinn forseti sveitarstjórnar, Berglind Harpa Svavarsdóttir, fyrsti varaforseti og Hildur Þórisdóttir annar varaforseti. Jafnframt verði í byggðaráði kjörnir eftirtaldir fulltrúar: Berglind Harpa Svavarsdóttir, D-lista (formaður), Vilhjálmur Jónsson, B-lista (varaformaður), Ívar Karl Hafliðason, D-lista, Hildur Þórisdóttir, L-lista, Helgi Hlynur Ásgrímsson, V-lista, og Þröstur Jónsson, M-lista (áheyrnarfulltrúi).

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Samningur um skólaþjónustu nr.444/2019 vegna barna í leik- og grunnskóla í Vopnafjarðarhreppi og Múlaþings

Málsnúmer 202305193Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samningur um skólaþjónustu vegna barna í leik- og grunnskóla í Vopnafjarðarhreppi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi samning milli sveitarfélaganna Múlaþings og Vopnafjarðarhrepps um skólaþjónustu og stoðkerfi sveitarfélaganna vegna leik- og grunnskóla í Vopnafjarðarhreppi. Fræðslustjóra Múlaþings falið að sjá til að fyrirliggjandi samningur verði virkjaður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Strandveiðar 2023

Málsnúmer 202302023Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá heimastjórn Borgarfjarðar, dags. 06.07.2023, varðandi strandveiðar 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með heimastjórn Borgarfjarðar og beinir því til matvælaráðherra að auka aflaheimildir strandveiða á yfirstandandi vertíð. Sveitarstjóra falið að koma framangreindu á framfæri við ráðherra auk bókunar heimastjórnar Borgarfjarðar varðandi málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202302128Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 22.06.2023.

Lagt fram til kynningar.

9.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir 2023

Málsnúmer 202301189Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð Almannavarnarnefndar Austurlands, dags. 28.06.2023.

Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir stjórnarfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301167Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegsveitarfélaga, dags. 06.07.2023.

Lagt fram til kynningar.

11.Fundagerð stjórnar skólaskrifstofu Austurlands 2023

Málsnúmer 202303138Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 10.07.2023.

Lagt fram til kynningar.

12.Ósk um tilnefningu aðliggjandi sveitarfélaga í svæðisráð um strandsvæðisskipulag fyrir Austfirði

Málsnúmer 202306114Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá innviðaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að Fjarðabyggð og Múlaþing tilnefni í sameiningu tvo aðalfulltrúa sveitarfélaganna í svæðisráð um strandsvæðisskipulag fyrir Austfirði, í stað Elfu Hlínar Sigrúnar Pétursdóttur og Gauta Jóhannessonar sem beðist hafa lausnar frá setu í ráðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að höfðu samráði við Fjarðabyggð samþykkir byggðaráð Múlaþings að tilnefna Ívar Karl Hafliðason sem aðalfulltrúa í svæðisráð um strandsvæðisskipulag fyrir Austfirði. Byggðaráð beinir því jafnframt til innviðaráðuneytis að tekið verði til endurskoðunar, í samráði við sveitarfélög á svæðinu, hvernig skipa skuli í svæðisráð í framtíðinni. Ritara byggðaráðs falið að koma framangreindri afgreiðslu á framfæri við innviðaráðuneytið.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, einn á móti (HHÁ)

Fulltrúi VG Helgi Hlynur Ásgrímsson telur að Múlaþing ætti ekki að skipa fulltrúa í svæðisráð um strandsvæðisskipulag að svo stöddu vegna fráleitrar nálgunar innviðaráðuneytis á nefndarskipunina.

13.Uppbygging dreifikerfis Landsnets í Múlaþingi

Málsnúmer 202307024Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar um að Landsnet áformar að tengja Fljótsdalslínur í Hryggstekk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings vill koma á framfæri þakklæti til Landsnets fyrir þá uppbyggingu sem hefur orðið á dreifikerfi Landsnets á og til Austurlands undanfarin ár, svo sem Kröflulína 3, hækkun á línuspennu milli tengivirkja og lagningu strengja í jörð.

Þá fagnar byggðaráð framkvæmdaáætlun Landsnets um uppbyggingu tengivirkisins í Hryggstekk á árunum 2025-2027, sem m.a. felur í sér tengingu Fljótsdalslínu í Hryggstekk með nýju 220kV spennivirki. Einnig er áætlun um að efla tengivirkið við Eyvindará fagnað sem og endurnýjun tengivirkis á Seyðisfirði.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að fá aðila frá Landsneti til fundar með byggðaráði til að ræða þessa uppbyggingu og til að upplýsa um þau tækifæri sem þetta kann að hafa í för með sér fyrir Austurland.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Ágangur búfjár á heimalöndum

Málsnúmer 202307027Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur að verklagsreglum varðandi ágang búfjár á heimalöndum. Tillögurnar eru unnar af Aroni Thorarensen, lögfræðingi og verkefnisstjóra, Margréti Ólöfu Sveinsdóttur, verkefnastjóra umhverfismála og Óðni Gunnari Óðinssyni skrifstofustjóra. Einnig liggur fyrir erindi frá Bændasamtökum Íslands varðandi lausagöngu/ágang búfjár.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögum, auk erindis Bændasamtakanna, varðandi ágang búfjár í heimalöndum til umsagnar og upplýsingar hjá heimastjórnum. Málið verður tekið til afgreiðslu í byggðaráði er umsagnir heimastjórna liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Samráðsgátt. Drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024 - 2038

Málsnúmer 202306099Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar eru drög að samgönguáætlun 2024 -2038 auk aðgerðaráætlunar 2024 - 2028.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að skila inn í samráðsgátt umsögn sveitarfélagsins um tillögu að samgönguáætlun 2024-2038 í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Samráðsgátt. Starfshópur um skattlagningu orkuvinnslu

Málsnúmer 202307019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem sent er á aðildarsveitarfélög Samtaka orkusveitarfélaga varðandi ábendingar og/eða tillögur til starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar því að hafin sé vinna við skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu með það að markmiði m.a. að ávinningur vegna auðlindanýtingar skili sér í ríkari mæli til nærsamfélaga. Byggðaráð beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að móta ábendingar og/eða tillögur fyrir hönd sveitarfélagsins og koma á framfæri við starfshóp sem á vegum fjármála- og efnahagsráðherra var falin skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 12:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?