Fara í efni

Breytingar á sorphirðu í Múlaþingi 2023

Málsnúmer 202307082

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 90. fundur - 14.08.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur minnisblað um fyrirkomulag vegna breytinga á sorphirðu sem framundan eru. Jafnframt eru lagðar fram til kynningar tvær skýrslur sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur látið gera í tengslum við verkefnið á landsvísu.
Staðgengill verkefnastjóra umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir þær breytingar sem lagðar eru til á sorphirðu í Múlaþingi, að undanskildum Borgarfirði eystri þar sem fyrirkomulag verður óbreytt að svo stöddu.

Breytingarnar fela í sér að samræmt verklag verður sett á í dreifbýli og í þéttbýli.
Tíðni tæminga verður á 6 vikna fresti á blönduðum úrgangi, plasti og pappír en lífrænn úrgangur á 2 vikna fresti. Gert er ráð fyrir að á hverju heimili verði þrjár 240 lítra tunnur (blandaður úrgangur, pappír og plast) auk 120 lítra tunnu undir lífrænan úrgang. Íslenska gámafélagið kemur til með að dreifa viðbótar tunnum á heimili í byrjun september og mun nýtt sorphirðudagatal taka gildi eigi síðar en um áramót.
Samhliða fjölgun tunna verða settar upp grenndarstöðvar í þéttbýliskjörnum þar sem skila má gleri, málmum og textíl.

Frekari upplýsingar má finna í bæklingi sem sendur verður á heimili í vikunni og hvetur umhverfis- og framkvæmdaráð öll til að mæta á íbúafundi sem haldnir verða um breytingarnar á Egilsstöðum, Seyðisfirði og Djúpavogi 21. og 22. ágúst nk.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Hólmfríður Sigurbjörnsdóttir - mæting: 09:25

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 95. fundur - 25.09.2023

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnir niðurstöður frá íbúafundum vegna breytinga á sorphirðu sem haldnir voru í fjórum kjörnum sveitarfélagsins í lok ágúst. Lögð er fram tillaga að breytingu á sorphirðutíðni frá því sem ráðið hafði áður ákveðið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að tíðni sorphirðu verði 4 vikur í þéttbýli en í dreifbýli verði almennt sorp og lífrænt hirt á 4 vikna fresti en pappír og plast á 6 vikna fresti.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?