Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

95. fundur 25. september 2023 kl. 08:30 - 11:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Þórhallur Borgarson varaformaður
 • Jón Björgvin Vernharðsson varamaður
 • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
 • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
 • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
 • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
 • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri umhverfismála
 • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Sigurður Jónsson, skipulagsfulltrúi, sat fundinn undir liðum nr. 6-15.

1.Fjárhagsáætlun hafna Múlaþings 2024

Málsnúmer 202308042Vakta málsnúmer

Staðgengill hafnarstjóra kynnir drög að fjárfestingaráætlun hafna Múlaþings fyrir árið 2024.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

 • Gauti Jóhannesson - mæting: 08:30

2.Endurbygging hafskipabryggju Djúpivogur

Málsnúmer 202109017Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá 4. verkfundi auk verkstöðublaðs vegna endurbyggingar hafskipabryggju á Djúpavogi.
Staðgengill hafnarstjóra sat fundinn undir þessum lið.

Gestir

 • Gauti Jóhannesson - mæting: 08:55

3.Breytingar á sorphirðu í Múlaþingi 2023

Málsnúmer 202307082Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnir niðurstöður frá íbúafundum vegna breytinga á sorphirðu sem haldnir voru í fjórum kjörnum sveitarfélagsins í lok ágúst. Lögð er fram tillaga að breytingu á sorphirðutíðni frá því sem ráðið hafði áður ákveðið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að tíðni sorphirðu verði 4 vikur í þéttbýli en í dreifbýli verði almennt sorp og lífrænt hirt á 4 vikna fresti en pappír og plast á 6 vikna fresti.

Samþykkt samhljóða.

4.Samningur um sorphirðu í Múlaþingi

Málsnúmer 202309100Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tilboð frá Íslenska Gámafélaginu um skammtíma samning til 6 mánaða vegna sorphirðu í Múlaþingi en gildandi samningur rennur út 30. september nk.
Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnir jafnframt stöðu verkefnis við undirbúning útboðs á sorphirðu í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að ganga til samninga við bjóðanda.

Samþykkt samhljóða.

5.Lífrænt sorp, fyrirspurn

Málsnúmer 202308156Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Philip Vogler, dagsett 27. ágúst 2023, þar sem lagðar eru fram hugmyndir um hvernig sveitarfélagið geti hvatt íbúa til heimajarðgerðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar erindið og hefur það í huga þegar farið verður í heildarútboð á sorphirðu.

Samþykkt samhljóða.

6.Aðalskipulagsbreyting, Efnisnáma, Kiðueyri í Grímsá

Málsnúmer 202210120Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir sem bárust á kynningartíma sameiginlegrar skipulags- og matslýsingar auk vinnslutillögu vegna breytinga á Aðaskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna námu á Kiðueyri í landi Ketilsstaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði falið að láta uppfæra skipulagstillögu í samræmi við umræður á fundinum þar sem tekið er tillit til atriða í fyrirliggjandi umsögnum.

Samþykkt samhljóða.

7.Aðalskipulagsbreyting, Úlfsstaðaholt, frístundabyggð

Málsnúmer 202103071Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga til auglýsingar vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem gert verður ráð fyrir frístundabyggð við Úlfsstaðaholt í landi Úlfsstaða. Breytingin er sett fram í greinargerð dagsett 7. september 2023. Jafnframt eru lagðar fram umsagnir sem bárust á kynningartíma vinnslutillögu en frestur rann út 13.janúar 2023.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

8.Deiliskipulag, Úlfsstaðaholt, frístundabyggð

Málsnúmer 202203036Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga til auglýsingar fyrir nýtt deiliskipulag fyrir frístundabyggð við Úlfsstaðaholt í landi Úlfsstaða. Breytingin er sett fram í greinargerð og á uppdrætti dagsett 7. september 2023. Einnig liggja fyrir umsagnir sem bárust á kynningartíma vinnslutillögu en frestur rann út 13.janúar 2023.
Fyrir liggur undanþága innviðaráðuneytisins frá ákvæðum skipulagsreglugerðar sbr. fyrri bókanir umhverfis- og framkvæmdaráðs.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

9.Deiliskipulag, Smávirkjun við Gestreiðarstaðaháls

Málsnúmer 202212147Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga nýs deiliskipulags smávirkjunar við Gestreiðarstaðaháls. Brugðist hefur verið við ábendingum Umhverfisstofnunar í samræmi við bókun ráðsins á 92. fundi og liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til auglýsingar tillögunnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

10.Deiliskipulagsbreyting, Dalsel 1

Málsnúmer 202306091Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi Selbrekku, efri áfanga.
Breytingin er gerð á uppdrætti og greinargerð og tekur til lóða 1, 3 og 5 við Dalsel. Tillagan gerir ráð fyrir að sameinaðar séu lóðirnar við Dalsel 1-5 í eina lóð og að þar verði heimilt að byggja 4-6 íbúðir á einni hæð með eða án sambyggðum bílgeymslum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Breytingin er metin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún víkur ekki frá notkun eða nýtingarhlutfalli svæðisins.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögnum frá RARIK og HEF veitum. Jafnframt samþykkir ráðið að grenndarkynna breytinguna fyrir fasteignaeigendum eftirfarandi eigna: Klettasel 2, 4, 6 og 8, Dalsel 2, 4, 6, 7 og 8.

Samþykkt samhljóða.

11.Umsókn um byggingarheimild, Kaupvangur 25, 700,

Málsnúmer 202307097Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu byggingaráforma við Kaupvang 25 á Egilsstöðum lauk þann 19. september sl. án athugasemda.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að grenndarkynningu fyrirhugaðra byggingaráforma við Kaupvang 25 sé lokið án athugasemda.

Samþykkt samhljóða.

12.Umsókn um byggingarheimild, Búland 10, 765,

Málsnúmer 202307050Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu byggingaráforma við Búland 10 á Djúpavogi lauk þann 19. september sl. án athugasemda.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að grenndarkynningu fyrirhugaðra byggingaráforma við Búland 10 sé lokið án athugasemda.

Samþykkt samhljóða.

13.Umsókn um lóð, Lónsleira 11

Málsnúmer 202308036Vakta málsnúmer

Máli frestað til næsta fundar.


14.Breyting á lóð, Búland 16, 765

Málsnúmer 202308045Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá lóðarhöfum við Búland 16 á Djúpavogi þar sem óskað er eftir stækkun á lóðinni til vesturs.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð getur ekki fallist á stækkun á lóð til vesturs á þeirri forsendu að þar er gert ráð fyrir gönguleið í Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020.

Samþykkt samhljóða.

15.Umsókn um niðurrif, Eiðar /Lóð 2, 701,

Málsnúmer 202301185Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá EFLU fyrir hönd Ríkisútvarpsins ohf. þar sem óskað er eftir því að ákvörðun framkvæmda- og umhverfismálastjóra um að málsaðila bæri að fjarlægja jarðskaut í tengslum við niðurrif Eiðamasturs verði endurskoðuð.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að málsaðila sé heimilt að skilja eftir jarðskaut Eiðamasturs á þeirri forsendu að ekki sé af því mengunarhætta. Jafnframt fer ráðið fram á það að málsaðili skili inn hnitsetningu af jarðskautinu.

Samþykkt samhljóða.

16.Ályktun. Skógarreitir og græn svæði innan byggðar

Málsnúmer 202309117Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur ályktun frá Skógræktarfélagi Íslands sem samþykkt var á aðalfundi félagsins í byrjun september. Sveitarfélög eru þar hvatt til að "huga sérstaklega að verndun og varðveislu skógarreita, trjálunda og grænna svæða innan byggðar og í næsta nágrenni."

Lagt fram til kynningar.

17.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 24

Málsnúmer 2309013FVakta málsnúmer

Fundargerð frá 24. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.

18.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2023

Málsnúmer 202301192Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 174. fundi heilbrigðisnefndar Austurlands lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?