Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, Vatnsveitulagnir, Egilsstaðir Eiðar

Málsnúmer 202308009

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 39. fundur - 05.10.2023

Fyrir liggur ósk frá umhverfis- og framkvæmdasviði Múlaþings um umsögn heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem náttúruverndarnefndar í tengslum við fyrirhugaðar lagnaframkvæmdir HEF veitna ehf. þar sem lagðar verða stofn- og dreiflagnir frá Egilsstöðum að Stóra-Haga við Eiðavatn, um 14 km leið. Gert er ráð fyrir þverun Eyvindarár auk þess sem lagnaleiðin liggur um votlendi sem fellur undir 61. gr. náttúruverndarlaga og svæði sem skilgreint er mikilvægt fuglasvæði.
Fyrir liggja umsagnir frá Náttúrufræðistofnun Íslands og Hafrannsóknastofnun.

Vilhjálmur Jónsson og Jóhann Gísli Jóhannsson gerðu grein fyrir vanhæfi sínu og véku þeir af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins. Jónína Brynjólfsdóttir, varaformaður heimastjórnar, sat fundinn í stað Vilhjálms undir þessum lið.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs sem náttúruverndarnefnd samþykkir umsögn sína um framkvæmdina og vísar henni til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 97. fundur - 16.10.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá HEF veitum vegna lagnaframkvæmda þar sem lagðar verða stofn- og dreiflagnir frá Egilsstöðum að Stóra-Haga við Eiðavatn, um 14 km leið.
Gert er ráð fyrir þverun Eyvindarár auk þess sem lagnaleiðin liggur um votlendi sem fellur undir 61. gr. náttúruverndarlaga og svæði sem skilgreint er mikilvægt fuglasvæði.
Fyrir liggja umsagnir frá Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Hafrannsóknastofnun og heimastjórn Fljótsdalshéraðs sem náttúruverndarnefnd.
Starfsmenn HEF veitna sitja fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar
ítarlegri framkvæmdalýsingu ásamt upplýsingum um viðeigandi mótvægisaðgerðir hefur verið skilað inn.
Í skilmálum framkvæmdaleyfisins verði tekið tillit til umsagna sem borist hafa við framkvæmdina. Gerð verði krafa um að Náttúrustofa Austurlands verði fengin til að gera úttekt á framkvæmdasvæðinu og hafi eftirlit með að skilyrðum í framkvæmdaleyfi verði fylgt.
Niðurstöður úttektar verða lagðar fyrir Náttúruverndarnefnd Fljótsdalshéraðs og umhverfis- og framkvæmdaráð.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Þorsteinn Baldvin Ragnarsson, HEF - mæting: 11:15
  • Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri HEF - mæting: 11:15

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 103. fundur - 18.12.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi, dags. 7. desember, frá HEF veitum þar sem farið er þess á leit að ráðið endurskoði ákvörðun sína frá 16. október sl. þar sem gerð er krafa um að Náttúrustofa Austurlands verði fengin til að gera úttekt á framkvæmdasvæðinu og hafi eftirlit með að skilyrðum í framkvæmdaleyfi verði fylgt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fellst á, í samræmi við tillögur HEF veitna, að fallið verði frá fuglatalningum þar sem veituframkvæmdin hefur þegar farið fram.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?