Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

97. fundur 16. október 2023 kl. 08:30 - 12:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
 • Þórhallur Borgarson varaformaður
 • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
 • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
 • Hulda Sigurdís Þráinsdóttir varamaður
 • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
 • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri umhverfismála
 • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir liðum nr. 10 til 23.

1.Vinnuskóli 2023

Málsnúmer 202304059Vakta málsnúmer

Garðyrkjustjóri kynnir samantekt á starfi vinnuskólans 2023.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

 • Jón Kristófer Arnarson, garðyrkjustjóri - mæting: 08:30

2.Útboð Baugur Bjólfs

Málsnúmer 202306059Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri framkvæmdamála fylgir eftir niðurstöðum útboðs vegna framkvæmda við útsýnispallinn Baugur Bjólfs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur verkefnastjóra framkvæmdamála að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Málið verður tekið fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

 • Steingrímur Jónsson, verkefnastjóri framkvæmdamála - mæting: 08:50

3.Framkvæmdir við Herðubreið, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202106070Vakta málsnúmer

Málinu er frestað.

4.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2023-2032

Málsnúmer 202208143Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings hefur samþykkt að brugðist verði við þörf fyrir auknum fjölda leikskólaplássa með því að flytja færanlega kennslustofu sem staðsett er við Hádegishöfða í Fellabæ á lóð leikskólans við Skógarland.
Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að gera ráð fyrir framkvæmdinni í fjárhagsáætlun ársins 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að skoða áætlaðan kostnað og færa hann inn í fjárfestingaráætlun ársins í ár með því að færa á milli liða.
Málið verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi ráðsins.

Umhverfis- og framkvæmdaráð felur einnig skipulagsfulltrúa að láta vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi leikskólalóðar við Skógarland í samræmi við fyrirhuguð áform fjölskylduráðs.

Samþykkt samhljóða.

5.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2024

Málsnúmer 202308040Vakta málsnúmer

Lögð er fram til samþykktar fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2024.
Fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun ársins 2024 og vísar henni til staðfestingar hjá byggðaráði.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

 • Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri. - mæting: 10:15

6.Fjárhagsáætlun hafna Múlaþings 2024

Málsnúmer 202308042Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til samþykktar fjárhags- og fjárfestingaráætlanir hafna Múlaþings fyrir árið 2024.
Staðgengill hafnarstjóra situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi áætlanir og vísar þeim til staðfestingar hjá byggðaráði.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

 • Gauti Jóhannesson, staðgengill hafnarstjóra - mæting: 09:40

7.Borgarfjarðarhöfn, Löndunarbryggja

Málsnúmer 202308181Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Vegagerðinni, dagsett 10. október 2023, með niðurstöðum útboðs á framkvæmdum við löndunarbryggju á Borgarfirði eystri. Verkið var boðið út að nýju í kjölfar niðurstaðna síðasta útboðs.
Staðgengill hafnarstjóra situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi niðurstöðu og felur hafnarstjóra að ganga frá samningi við lægstbjóðanda.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

 • Gauti Jóhannesson, staðgengill hafnarstjóra. - mæting: 10:05

8.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2023

Málsnúmer 202301207Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 456. fundi Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.
Jafnframt er lögð fram til kynningar samantekt um samstarfsfundi Hafnasambands Íslands og Fiskistofu á undanförnum mánuðum.
Staðgengill hafnarstjóra situr fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

 • Gauti Jóhannesson, staðgengill hafnarstjóra. - mæting: 10:10

9.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 4. fundi stýrihóps um gerð nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025- 2045 lögð fram til kynningar auk fundargerðar frá kynningu á stöðu verkefnisins sem haldinn var með kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélagsins.
Fyrir ráðinu liggur jafnframt minnisblað um drög að viðfangsefnum og áherslum í nýju aðalskipulagi.

Lagt fram til kynningar.

10.Aðalskipulagsbreyting, Efnisnáma, Kiðueyri í Grímsá

Málsnúmer 202210120Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga til auglýsingar vegna breytinga á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna námu á Kiðueyri í landi Ketilsstaða 2.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

11.Rammahluti aðalskipulags, Stuðlagil

Málsnúmer 202111199Vakta málsnúmer

Lögð er fram að nýju uppfærð skipulagstillaga vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir ferðamannastað við Stuðlagil.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í samræmi við bókun ráðsins á 89. fundi þ. 3. júlí sl. var tillagan sem auglýst var send að nýju til umsagnaraðila vegna þess að hún hafði tekið miklum breytingum frá þeirri tillögu sem kynnt var á vinnslustigi. Einnig voru kynnt áform um nýja efnisnámu í landi Klaustursels sem fyrirhugað er að nota við uppbyggingu svæðisins. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun og Landsneti og er búið að bregðast við athugasemdum þessara aðila og gera viðeigandi lagfæringar á tillögunni ásamt því að bæta við nýrri efnisnámu í landi Klaustursels. Auk þess hefur landeigandi á Grund endurskoðað uppbyggingaráform sín og minnkað fyrirhugað byggingarmagn undir þau mörk sem myndu kalla á matsfyrirspurn til Skipulagsstofnunar.

Í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að í ljósi þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á skipulagstillögunni eftir auglýsingu skuli hún auglýst á nýjan leik skv. 31. gr. sömu laga. Málinu vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

12.Deiliskipulagsbreyting, Borgarland 27-29 og 50-54

Málsnúmer 202309084Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi Borgarlands, efsta hluta á Djúpavogi. Breytingin er á afmörkuðu svæði, víkur ekki frá notkun þess og er í samræmi við þá byggð sem fyrir er.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Breytingin er metin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögnum frá Minjastofnun Íslands, RARIK og HEF veitum. Jafnframt samþykkir ráðið að grenndarkynna breytinguna fyrir fasteignaeigendum við Borgarland 21, 38, 40, 42, 44 og 46.

Samþykkt samhljóða.

13.Umsókn um byggingarheimild, Bláskógar 17, 700,

Málsnúmer 202310056Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarheimild vegna breytinga á þaki bílskúrs við Bláskóga 17 á Egilsstöðum. Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái til fasteignaeigenda við Bláskóga 14 og 19 auk Árskóga 15.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

14.Umsókn um byggingarheimild, Vesturvegur 1, 710,

Málsnúmer 202308099Vakta málsnúmer

Máli frestað til næsta fundar.

15.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Vatnsveitulagnir, Egilsstaðir Eiðar

Málsnúmer 202308009Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá HEF veitum vegna lagnaframkvæmda þar sem lagðar verða stofn- og dreiflagnir frá Egilsstöðum að Stóra-Haga við Eiðavatn, um 14 km leið.
Gert er ráð fyrir þverun Eyvindarár auk þess sem lagnaleiðin liggur um votlendi sem fellur undir 61. gr. náttúruverndarlaga og svæði sem skilgreint er mikilvægt fuglasvæði.
Fyrir liggja umsagnir frá Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Hafrannsóknastofnun og heimastjórn Fljótsdalshéraðs sem náttúruverndarnefnd.
Starfsmenn HEF veitna sitja fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar
ítarlegri framkvæmdalýsingu ásamt upplýsingum um viðeigandi mótvægisaðgerðir hefur verið skilað inn.
Í skilmálum framkvæmdaleyfisins verði tekið tillit til umsagna sem borist hafa við framkvæmdina. Gerð verði krafa um að Náttúrustofa Austurlands verði fengin til að gera úttekt á framkvæmdasvæðinu og hafi eftirlit með að skilyrðum í framkvæmdaleyfi verði fylgt.
Niðurstöður úttektar verða lagðar fyrir Náttúruverndarnefnd Fljótsdalshéraðs og umhverfis- og framkvæmdaráð.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

 • Þorsteinn Baldvin Ragnarsson, HEF - mæting: 11:15
 • Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri HEF - mæting: 11:15

16.Ósk um umsögn, matsskyldufyrirspurn, Gilsárvirkjun

Málsnúmer 202310060Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vöktu Þórhallur Borgarson og Ásdís Hafrún Benediktsdóttir athygli á vanhæfi sínu. Formaður úrskuðaði um augljóst vanhæfi byggt á atkvæðagreiðslu á 94. fundi ráðsins við mál nr. 202308090 og véku þau af fundi við umfjöllun málsins.

Lögð er fram til kynningar greinargerð með tilkynningu til ákvörðunar um matsskyldu vegna 6,7 MW vatnsaflsvirkjunar í Gilsá. Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins á grundvelli 20. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Frestur er til 3. nóvember 2023.
Í samræmi við 3. gr. viðauka I í samþykkt um stjórn Múlaþings eru það heimastjórnir sem veita umsagnir í tengslum við lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda- og áætlana. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Lagt fram til kynningar.

17.Umsókn um landskipti, Vatnsskógar vegsvæði

Málsnúmer 202310063Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Vegagerðinni um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá. Stofna á lóð undir vegsvæði úr landi Vatnsskóga (L157444).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa afgreiðslu málsins.

Samþykkt samhljóða.

18.Umsókn um lóð, Austurtún 12

Málsnúmer 202310050Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá ÞHG. ehf. um að fá úthlutað lóðinni Austurtún 12 á Egilsstöðum.
Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til undanþágu frá reglum um lóðaúthlutun í Múlaþingi þar sem að umsækjandi er lóðarhafi annarrar lóðar við Austurtún 16 þar sem framkvæmdir eru ekki hafnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá úthlutun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða.

19.Hraðhleðslustöðvar í Múlaþingi

Málsnúmer 202309071Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun frá 39. fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs þar sem því er beint til ráðsins að láta gera úttekt á fjölda og staðsetningu hleðslustöðva í sveitarfélaginu.
Jafnframt liggur fyrir erindi frá körfuknattleiksdeild Hattar varðandi hleðslustöðvar í sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta taka saman minnisblað í samræmi við bókun heimastjórnar. Samantektin verður lögð fyrir á næsta fundi ráðsins.
Málinu að öðru leyti frestað til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða.

20.Innsent erindi, boltun klifurleiða, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202310027Vakta málsnúmer

Máli frestað til næsta fundar.

21.Beiðni um umsögn. Skógrækt í Fjarðarbyggð

Málsnúmer 202310045Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsagnarbeiðni við breytingu skipulagsákvæðum í Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040 varðandi skógrækt. Frestur er til 4. nóvember nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi skipulagstillögu.

Samþykkt samhljóða.

22.Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti

Málsnúmer 202309188Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar bréf til sveitarfélaga frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu um innviði fyrir orkuskipti.

23.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2023

Málsnúmer 202301192Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 175. fundi heilbrigðisnefndar Austurlands lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?