Fara í efni

Salernismál í kringum Kjörbúðina á Seyðisfirði

Málsnúmer 202308026

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 37. fundur - 09.08.2023

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 2.8.2023 frá Sigrúnu Ólafsdóttur varðandi salernismál í kringum Kjörbúðina á Seyðisfirði.

Heimastjórn þakkar erindið og bendir á að rekin eru almenningssalerni í Hafnarhúsinu sem og samningur er um salernisaðstöðu í Herðubreið. Heimastjórn felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að kanna hvort merkingar að næsta salerni séu með fullnægjandi hætti. Heimastjórn hvetur Samkaup til að skoða hvort ekki þurfi að setja upp salernisaðstöðu fyrir viðskiptavini.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?