Fara í efni

Íþrótta- og tómstundastyrkir fjölskylduráðs, október 2023

Málsnúmer 202308084

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 78. fundur - 22.08.2023

Unnið er að skema fyrir mat á umsóknum um íþrótta- og tómstundastyrki fjölskylduráðs.

Minnir fjölskylduráð einnig á að styrkir eru auglýstir til umsóknar tvisvar á ári, í mars og í október, og verður næst auglýst með umsóknarfrest til 15. október 2023.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð Múlaþings - 86. fundur - 07.11.2023

Fyrir liggja umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki fjölskylduráðs sem auglýstir voru til umsóknar með umsóknarfrest til og með 15. október 2023.

Fjölskylduráð leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, Ævintýraferðir fjölskyldunnar, kr. 300.000.
Náttúruskólinn, Rætur og rótarskot, kr. 300.000.
Æskulýðsstarfsemi Freyfaxa, Reiðkennsla fyrir börn og unglinga, kr. 300.000.
Sverrir Rafn Reynisson, sleggjukast - æfinga- og keppnisferðir, kr. 100.000.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?