Fara í efni

Deiliskipulagsbreyting, Borgarland 27-29 og 50-54

Málsnúmer 202309084

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 97. fundur - 16.10.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi Borgarlands, efsta hluta á Djúpavogi. Breytingin er á afmörkuðu svæði, víkur ekki frá notkun þess og er í samræmi við þá byggð sem fyrir er.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Breytingin er metin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögnum frá Minjastofnun Íslands, RARIK og HEF veitum. Jafnframt samþykkir ráðið að grenndarkynna breytinguna fyrir fasteignaeigendum við Borgarland 21, 38, 40, 42, 44 og 46.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 101. fundur - 27.11.2023

Óveruleg breyting á deiliskipulagi Borgarlands, efsta hluta á Djúpavogi var kynnt í Skipulagsgátt frá 20. október með athugasemdafresti til 17. nóvember sl. Breytingin var einnig grenndarkynnt fyrir fasteignaeigendum við Borgarland 21, 38, 40, 42, 44 og 46. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggja umsagnir frá HEF veitum, Minjastofnun Íslands og RARIK.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagsbreytingu og felur skipulagsfulltrúa að birta auglýsingu þess efnis í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?