Fara í efni

Sorphirða í Múlaþingi

Málsnúmer 202309100

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 95. fundur - 25.09.2023

Fyrir liggur tilboð frá Íslenska Gámafélaginu um skammtíma samning til 6 mánaða vegna sorphirðu í Múlaþingi en gildandi samningur rennur út 30. september nk.
Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnir jafnframt stöðu verkefnis við undirbúning útboðs á sorphirðu í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að ganga til samninga við bjóðanda.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?