Fara í efni

Umsókn um menningarstyrk, Starfsemi Kórs Egilsstaðakirkju

Málsnúmer 202309115

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 95. fundur - 26.09.2023

Fyrir liggur erindi frá kór Egilsstaðakirkju þar sem, með vísan til reglna um úthlutun menningarstyrkja Múlaþings 2023, gerður verði langtíma samningur við kór Egilsstaðakirkju varðandi fjárframlög.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindi frá kór Egilsstaðakirkju til atvinnu- og menningarmálastjóra til skoðunar og umsagnar. Málið verður tekið fyrir á ný er umsögn atvinnu- og menningarmálastjóra liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 103. fundur - 09.01.2024

Fyrir liggur umsögn atvinnu- og menningarmálastjóra Múlaþings varðandi erindi frá kór Egilsstaðakirkju varðandi langtímasamning um menningarstarfsemi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir það er fram kemur í umsögn atvinnu- og menningarmálastjóra að samkvæmt úthlutunarreglum Múlaþings sé ekki hægt að verða við beiðni kórs Egilsstaðakirkju um langtímasamning. Vakin er athygli á að sveitarfélagið úthlutar styrkjum til sértækra menningarverkefna tvisvar á ári og eru aðilar hvattir til að nýta sér þann valkost. Atvinnu- og menningarmálastjóra falið að koma afgreiðslu byggðaráðs á framfæri við fulltrúa kórs Egilsstaðakirkju.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?