Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

95. fundur 26. september 2023 kl. 08:30 - 11:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Einar Freyr Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2023

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2024 - 2027

Málsnúmer 202306001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2024 og þriggja ára áætlunar 2025 til 2027 á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 14. júní 2023.

Lagt fram til kynningar

3.Fyrirhuguð lokun bolfiskvinnslu á Seyðisfirði

Málsnúmer 202309098Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er fyrirhuguð lokun Síldarvinnslunnar hf. á bolfiskvinnslu fyrirtækisins á Seyðisfirði og viðbrögð við erindi er sveitarstóri sendi inn fyrir hönd sveitarfélagsins til Síldarvinnslunnar þar sem óskað var eftir því að fyrirhuguð lokun yrði tekin til endurskoðunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings lýsir yfir vonbrigðum yfir því að ekki hafi verið brugðist við ósk sveitarfélagsins um að hverfa frá ákvörðun um að loka bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði. Byggðaráð metur þó að komið sé til móts við ósk sveitarfélagsins um frestun fyrirhugaðrar lokunar sem gefur aukið svigrúm til undirbúnings aðgerða til að bregðast við til framtíðar og samþykkir að Vilhjálmur Jónsson og Þröstur Jónsson taki þátt í mögulegum samráðshópi sem hafi það verkefni að greina valkosti varðandi framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði, svo sem nútímavæðingu fiskvinnslu, ásamt fulltrúa heimastjórnar Seyðisfjarðar, fulltrúa Síldarvinnslunnar og fulltrúa Austurbrúar. Atvinnu- og menningarstjóra Múlaþings og sveitarstjóra verði falið að starfa með samráðshópnum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Atvinnulóðir í Múlaþingi

Málsnúmer 202301126Vakta málsnúmer

Fyrir liggur matsgerð um ætlað markaðsverð á svokölluðu Suðursvæði, sem boðið var sveitarfélaginu til kaups, er Bjarni G. Björgvinsson hrl. vann að beiðni sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að fara í viðræður við landeigendur um möguleg kaup sveitarfélagsins á grundvelli fyrirliggjandi matsgerðar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Ráðgjafanefnd vegna eldri húsa á hættusvæðum

Málsnúmer 202102258Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samþykkt frá fundi ríkistjórnarinnar á Egilsstöðum 31. ágúst 2023 varðandi frekari styrki vegna tilfærslu húsa á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar því að ríkisstjórn Íslands hafi samþykkt frekari fjárframlög til að standa straum að kostnaði vegna fyrirhugaðrar tilfærslu húsanna Angró og Gömlu símstöðvarinnar á Seyðisfirði. Sveitarstjóra er falið að undirrita samkomulag milli ríkisins og Múlaþings varðandi umrædda tilfærslu húsanna þar sem m.a. mun koma fram friðlýsing umræddra húsa vegna fágætis- og menningarsögulegs gildis þeirra.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Menningarstyrkir Múlaþings 2023

Málsnúmer 202210117Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að úthlutun menningarstyrkja Múlaþings (seinni úthlutun) sem eru ætlaðir fyrir verkefni sem gerast á síðari hluta ársins 2023. Sótt var um: 13.527.853,- kr. Heildarkostnaður verkefna nemur 54.800.678,- kr. Inn á fundinn undir þessum lið tengdist Jónína Brá Árnadóttir, verkefnastjóri á sviði menningarmála, og fór yfir málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að úthlutun menningarstyrkja, samtals að fjárhæð 1.908.500,- kr., og felur verkefnastjóra á sviði menningarmála að koma úthlutunum í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Jónína Brá Árnadóttir - mæting: 10:00

7.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301190Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 18.09.2023.

Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir stjórnar HEF 2023

Málsnúmer 202302044Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar HEF veitna, dags. 19.09.2023.

Þröstur Jónsson vék af fundi vegna liðar 5 fundgerðar HEF veitna , en sat fundinn undir öðrum liðum.

Lagt fram til kynningar

9.Fundagerðir stjórnar, Minjasafn Austurland 2023

Málsnúmer 202303103Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands, dags. 15.09.2023.

Lagt fram til kynningar.

10.Fjarðarborg 50 ára

Málsnúmer 202308124Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá verkefnisstjóra Betri Borgarfjarðar og fulltrúa Já Sæll ehf. varðandi mögulega styrkveitingu viðburða sem stendur til að halda vegna 50 ára afmælis Fjarðarborgar á Borgarfirði.

Helgi Hlynur Ásgrímsson vék af fundi undir þessum lið, en sat fundinn undir öðrum liðum.

Málið enn í vinnslu.

11.Íbúakosning um leiðarval frá Fjarðarheiðargöngum Fljótsdalshéraðs megin

Málsnúmer 202309154Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Þresti Jónssyni þar sem óskað er eftir því að efnt verði til íbúakosninga varðandi leiðarval frá Fjarðarheiðargöngum Fljótsdalshéraðs megin.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings vísar fyrirliggjandi beiðni um íbúakosningar varðandi leiðarval frá Fjarðarheiðargöngum Fljótsdalshéraðs megin til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Umsókn um menningarstyrk, Starfsemi Kórs Egilsstaðakirkju

Málsnúmer 202309115Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá kór Egilsstaðakirkju þar sem, með vísan til reglna um úthlutun menningarstyrkja Múlaþings 2023, gerður verði langtíma samningur við kór Egilsstaðakirkju varðandi fjárframlög.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindi frá kór Egilsstaðakirkju til atvinnu- og menningarmálastjóra til skoðunar og umsagnar. Málið verður tekið fyrir á ný er umsögn atvinnu- og menningarmálastjóra liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 11:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?