Fara í efni

Íbúakosning um leiðarval frá Fjarðarheiðargöngum Fljótsdalshéraðs megin

Málsnúmer 202309154

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 95. fundur - 26.09.2023

Fyrir liggur erindi frá Þresti Jónssyni þar sem óskað er eftir því að efnt verði til íbúakosninga varðandi leiðarval frá Fjarðarheiðargöngum Fljótsdalshéraðs megin.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings vísar fyrirliggjandi beiðni um íbúakosningar varðandi leiðarval frá Fjarðarheiðargöngum Fljótsdalshéraðs megin til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 40. fundur - 18.10.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs frá 26.09.2023 varðandi íbúakosningu um leiðarval frá Fjarðarheiðargöngum Fljótsdalshéraðsmegin þar sem erindinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Til máls tóku Þröstur Jónsson, Pétur Heimisson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Jóhann Hjalti Þorsteinsson sem bar upp fyrirspurn, Þröstur Jónsson sem svaraði fyrirspurn, Ívar Karl Hafliðason, Björg Eyþórsdóttir, Þröstur Jónsson, Einar Freyr Guðmundsson, Eyþór Stefánsson.

Við fundarstjórn tók Vilhjálmur Jónsson á meðan Jónína Brynjólfsdóttir tók til máls undir málinu.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
Í ljósi tvöfalds ákalls íbúa í sveitarfélaginu um aðkomu að leiðarvalsmálinu, þ.e. niðurstöðu skoðanakönnunar Gallup á síðasta ári þar sem mikill meirihluti var hlynntur norðurleið fremur en suðurleið og síðan í formi 96 neikvæðra athugasemda við auglýsta aðalskiplagsbreytingu vegna Suður-leiðar, telur sveitarstjórn rétt að leita álits kjósenda um leiðarvalið í íbúakosningu og auka þannig líkur á sátt um málið. Með slíkri kosningu er tryggð framganga lýðræðis í þessu umdeilda máli.
Þá telur sveitarstjórn rétt að taka frumkvæðið að kosningunni, svo flýta megi sem mest niðurstöðu slíkrar kosningar fremur en bíða þess að íbúar geri það.

Tillagan felld með 7 atkvæðum, 3 kusu með tillögunni (ÞJ, PH, HHÁ), 1 sat hjá (ES).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi beiðni um íbúakosningu um leiðarval frá Fjarðarheiðargögnum frá þar sem sveitarstjórn hefur þegar samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem umrætt leiðarval er tilgreint.

Samþykkt með 8 atkvæðum, 2 sátu hjá (PH, HHÁ), 1 var á móti (ÞJ).
Getum við bætt efni þessarar síðu?