Fara í efni

Deiliskipulagsbreyting, Leikskólalóð við Skógarlönd

Málsnúmer 202310162

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 98. fundur - 30.10.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi leikskólalóðar við Skógarlönd á Egilsstöðum. Breytingin er á afmörkuðu svæði, víkur ekki frá notkun þess og er í samræmi við þá byggð sem fyrir er.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Breytingin er metin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögnum frá Minjastofnun Íslands, RARIK og HEF veitum. Jafnframt samþykkir ráðið að grenndarkynna breytinguna fyrir fasteignaeigendum við Hléskóga 2-6, 8 og 10.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 103. fundur - 18.12.2023

Óveruleg breyting á deiliskipulagi leikskólalóðar við Skógarlönd á Egilsstöðum var kynnt í Skipulagsgátt frá 8. nóvember með athugasemdafresti til 6. desember sl. Breytingin var einnig grenndarkynnt fyrir fasteignaeigendum við Hléskóga 2-6, 8 og 10. Athugasemd barst frá fasteignaeigendum en auk þess liggja fyrir umsagnir frá HEF veitum, Minjastofnun Íslands og RARIK.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir athugasemd sem snýr að því að trjágróðri á lóðamörkum verði hlíft og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að koma því á framfæri við framkvæmdaraðila þegar framkvæmdir hefjast.
Í samræmi við athugasemd er snýr að fyrirliggjandi lögnum á lóðinni skal gera ráð fyrir kvöð vegna lagnaleiðar á lóðablaði.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagsbreytingu og felur skipulagsfulltrúa að birta auglýsingu þess efnis í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?