Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

98. fundur 30. október 2023 kl. 10:00 - 15:50 í Löngubúð, Djúpavogi
Nefndarmenn
 • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
 • Þórhallur Borgarson varaformaður
 • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
 • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
 • Pétur Heimisson aðalmaður
 • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
 • Sóley Valdimarsdóttir starfsmaður umhverfis- og framkvæmdasviðs
 • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundarhlé var gert kl. 13:00 og fundi fram haldið kl. 14:00.

1.Málefni hafna í Múlaþingi

Málsnúmer 202111134Vakta málsnúmer

Staðgengill hafnarstjóra kynnir samantekt á komum skemmtiferðarskipa í Múlaþingi á liðinni vertíð. Einnig verður fjallað um stöðu framkvæmda á Djúpavogi auk áætlaðra framkvæmda næsta árs.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

 • Gauti Jóhannesson - mæting: 10:00

2.Umsagnarbeiðni, 314. mál.

Málsnúmer 202310139Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsagnarbeiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 314. mál.
Frestur er til 1. nóvember 2023.

Lagt fram til kynningar.

3.Innsent erindi, boltun klifurleiða, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202310027Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Jafeti Bjarkari Björnssyni þar sem óskað er eftir leyfi sveitarfélagsins til frekari uppsetninga á sportklifurleiðum við Kollóttamel, Neðstaklett, Stöðvarlæk og Þófa í Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við að settur verði upp búnaður til klettaklifurs í samræmi við fyrirliggjandi umsókn en bendir á að kostnaður verkefnisins og ábyrgð verði á höndum umsækjanda.

Samþykkt samhljóða.

4.Verndarsvæði í byggð, Djúpivogur

Málsnúmer 202209190Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að breytingu á Verndarsvæði við voginn á Djúpavogi. Breytingar eru gerðar á afmörkun verndarsvæðis og kafla um skilmála.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Ráðið felur jafnframt fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi að kynna tillöguna á fyrirhuguðum íbúafundi í nóvember.

Samþykkt samhljóða.

5.Deiliskipulagsbreyting, Leikskólalóð við Skógarlönd

Málsnúmer 202310162Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi leikskólalóðar við Skógarlönd á Egilsstöðum. Breytingin er á afmörkuðu svæði, víkur ekki frá notkun þess og er í samræmi við þá byggð sem fyrir er.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Breytingin er metin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögnum frá Minjastofnun Íslands, RARIK og HEF veitum. Jafnframt samþykkir ráðið að grenndarkynna breytinguna fyrir fasteignaeigendum við Hléskóga 2-6, 8 og 10.

Samþykkt samhljóða.

6.Deiliskipulag, Selskógur

Málsnúmer 202202028Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur samantekt á athugasemdum og umsögnum sem bárust við auglýsingu skipulagstillögu nýs deiliskipulags útivistarsvæðis í Selskógi.
Jafnframt liggur fyrir ráðinu uppfærð skipulagstillaga þar sem brugðist hefur verið við athugasemdum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og vísar henni til staðfestingar hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs.
Ráðið felur jafnframt skipulagsfulltrúa að upplýsa þá aðila sem athugasemdir gerðu, um bókun ráðsins og senda umsagnir um athugasemdir.

Samþykkt samhljóða.

7.Deiliskipulagsbreyting, Unalækur á Völlum

Málsnúmer 202309037Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur beiðni um breytingu á deiliskipulagi Unalækjar á Völlum þar sem meðal annars á að fjölga frístundalóðum um 15, fella út tjaldsvæði og fótboltavöll og gera breytingar á gatna- og göngustígakerfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa og framkvæmda- og umhverfismálastjóra að funda með málsaðila um þau úrlausnarefni sem rædd voru á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

8.Umsókn um byggingarheimild, Vesturvegur 1, 710,

Málsnúmer 202308099Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu byggingaráforma við Vesturveg 1 (L179807) á Seyðisfirði lauk 4. október sl. og liggur fyrir ráðinu að taka til umfjöllunar athugasemd sem barst á kynningartíma.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við málsaðila um möguleg viðbrögð vegna athugasemdar sem barst við grenndarkynningu.

Samþykkt samhljóða.

9.Útboð Baugur Bjólfs

Málsnúmer 202306059Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri framkvæmdamála greinir frá stöðu vinnu eftir útboð framkvæmda við útsýnispallinn Baug Bjólfs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hafnar öllum tilboðum sem bárust við útboð framkvæmdarinnar en felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra og verkefnastjóra framkvæmda að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Málið verður tekið fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

 • Steingrímur Jónsson - mæting: 11:40

10.Hraðhleðslustöðvar í Múlaþingi

Málsnúmer 202309071Vakta málsnúmer

Máli frestað til næsta fundar.

11.Fjárfestingaráætlun 2024

Málsnúmer 202308041Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur 10 ára fjárfestingaráætlun framkvæmda- og umhverfissviðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir 10 ára fjárfestingaráætlun fyrir Múlaþing og vísar henni til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

12.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Umræða um viðfangsefni og áherslur í nýju aðalskipulagi Múlaþings.

Fundi slitið - kl. 15:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?