Fara í efni

Bókun heimastjórnar af 39. fundi vegna liðar um fyrirhugaða lokun bolfiskvinnslu

Málsnúmer 202311038

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 40. fundur - 09.11.2023

Tillaga lögð fram af Jóni Halldóri Guðmundssyni:
Heimastjórn Seyðisfjarðar leggur til við Sveitarstjórn Múlaþings að það fari fram á við viðeigandi aðila að strandsvæðisskipulag Austurlands verði fellt úr gildi og gert að nýju.
Á núgildandi strandsvæðisskipulagi, sem staðfest var, er gert ráð fyrir umsvifamiklu fiskeldi í Seyðisfirði, þrátt fyrir margar athugasemdir, sem sumar hverjar benda á svo alvarlega ágalla á skipulaginu hvað fiskeldi í Seyðisfirði varðar, að skipulagið hefði aldrei átt að vera staðfest óbreytt.
Fyrir liggur að mikill meirihluti íbúa Seyðisfjarðar er mótfallinn fiskeldi í firðinum, samkvæmt skoðanakönnun sem Múlaþing lét gera. Einnig liggur fyrir að eftirlit með fiskeldi á landsvísu tryggir ekki að farið sé að reglum og skilmálum fiskeldis, varðandi svokallaðar slysasleppingar og velferð dýra.
Að öllu þessu athuguðu vill Múlaþing að fiskeldi í Seyðisfirði í Strandsvæðiskipulagi Austurlands verði fellt úr skipulaginu við endurskoðun þess.

Tillaga felld með tveimur atkvæðum (JB, MG), einn samþykkti (JHG).

Jón Halldór Guðmundsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Á 39. fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar var samþykkt beiðni til sveitarstjórnar um að fela sveitarstjóra að afgreiðsla rekstrarleyfisumsóknar vegna fyrirhugaðs laxeldis í Seyðisfirði verði sett í forgang. Í ályktuninni var bent á að með þessu væri heimastjórn ekki að taka afstöðu til fiskeldis.
Undirritaður lýsir yfir því að hann telur að þessi bókun heimastjórnar hafi verið óheppileg og óviðeigandi.
Fyrir liggur að umsókn um laxeldi í Seyðisfirði er í lögbundnu ferli og því afar varhugavert að beita sér fyrir auknum málshraða eða öðru sem leitt gæti til þess að málið verð afgreitt án þess að gætt sé vel að umhverfismálum og reglum um laxeldi í sjó.


Getum við bætt efni þessarar síðu?