Fara í efni

Jarðhræringar á Reykjanesskaga

Málsnúmer 202311073

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 41. fundur - 15.11.2023

Fyrir hönd íbúa sendir sveitarstjórn Múlaþings, Grindvíkingum og aðstandendum þeirra hlýjar kveðjur á þessum erfiðu óvissutímum. Hugur okkar dvelur hjá þeim sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín og búa nú við mikla óvissu. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með samstilltri og öflugri vinnu viðbragðsaðila sem starfa við krefjandi aðstæður. Rauði kross Íslands hefur sett upp lista þar sem íbúar á öllu landinu geta boðið fram húsnæði fyrir íbúa Grindavíkur en ekki mun standa á Múlaþingi að bjóða fram aðstoð á þessum krefjandi tímum.

Til máls tók: Hildur Þórisdóttir
Getum við bætt efni þessarar síðu?