Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

41. fundur 15. nóvember 2023 kl. 13:00 - 17:00 Sambúð, Djúpavogi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Benedikt V. Warén varamaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson varamaður
  • Sigurður Gunnarsson varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði
Í upphafi fundar bar forseti sveitarstjórnar upp tillögur að breyttri dagskrá þar sem mál nr. 202210120 "Aðalskipulagsbreyting, Efnisnáma, Kiðueyri í Grímsá" yrði tekið af dagskrá og mál nr. 202311073 "Jarðhræringar á Reykjanesskaga" bætt á dagskrána og þá sem fyrsti liður. Breytingarnar voru samþykktar samhljóða með handauppréttingu. Uppfærðist röð fundarmála samkvæmt því.

1.Jarðhræringar á Reykjanesskaga

Málsnúmer 202311073Vakta málsnúmer

Fyrir hönd íbúa sendir sveitarstjórn Múlaþings, Grindvíkingum og aðstandendum þeirra hlýjar kveðjur á þessum erfiðu óvissutímum. Hugur okkar dvelur hjá þeim sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín og búa nú við mikla óvissu. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með samstilltri og öflugri vinnu viðbragðsaðila sem starfa við krefjandi aðstæður. Rauði kross Íslands hefur sett upp lista þar sem íbúar á öllu landinu geta boðið fram húsnæði fyrir íbúa Grindavíkur en ekki mun standa á Múlaþingi að bjóða fram aðstoð á þessum krefjandi tímum.

Til máls tók: Hildur Þórisdóttir

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2024 - 2027

Málsnúmer 202306001Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2024, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2025 - 2027, sem vísað var frá byggðaráði til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, Ívar Karl Hafliðason, Hildur Þórisdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Björn Ingimarsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Benedikt V.Warén sem bar upp fyrirspurn, Ívar Karl Hafliðason sem svaraði fyrirspurn, Hildur Þórisdóttir, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Eyþór Stefánsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Sigurður Gunnarsson, Benedikt V.Warén, Jónína Brynjólfsdóttir, Hildur þórisdóttir með andsvar, Vilhjálmur Jónsson og Benedikt V.Warén til andsvara, Eyþór Stefánsson og Hildur Þórisdóttir með andsvar, Eiður Gísli Guðmundsson sem bar upp fyrirspurn og Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn Eiðs.

Við fundarstjórn tók Hildur Þórisdóttir á meðan Jónína Brynjólfsdóttir tók til máls undir þessum lið

Eftirfarandi tillögur lagðar fram:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2024, ásamt þriggja ára áætlun, til síðari umræðu í byggðaráði og sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 202309111Vakta málsnúmer

202309111 - Gjaldskrár 2024
Fyrir liggja tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2024

Til máls tóku: Ívar Karl Hafliðason, Eyþór Stefánsson sem bar upp fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem kom til svara, Hildur Þórisdóttir, Ívar Karl Hafliðason til svara, Hildur Þórisdóttir til svara og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2024 verði 14,74%.

Álagningarhlutföll fasteignaskatts verði sem hér segir:
A flokkur 0,475%
B flokkur 1,32%
C flokkur 1,65%
Álagningarhlutföll lóðarleigu á eignarlóðum Múlaþings verði 0,75% af lóðamati.
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði 9 og fyrsti gjalddagi verði 1. febrúar 2024 og síðasti 1. október 2024.

Heimild til lækkunar fasteignaskatts hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum 2024:
Hámark afsláttar verði: 130.748 kr.
Viðmiðunartölur tekna hjá einstaklingi verði:
Lágmark 5.025.500 kr.
Hámark 6.533.150 kr.
Viðmiðunartölur tekna hjá hjónum verði:
Lágmark 7.067.158 kr.
Hámark 8.953.098 kr.

Álagningarhlutföll holræsagjalda af fasteignamati húss og lóðar:
Álagningarhlutfall holræsagjalds á íbúðarhúsnæði
0,31%.
Álagningarhlutfall holræsagjalds á atvinnuhúsnæði 0,31%.
Álagningarhlutfall holræsagjalds á opinbert húsnæði 0,31%.
Gjaldskrá annarra tengdra gjalda fráveitu hækka til samræmis við breytingu á byggingarvísitölu.

Rotþróargjöld:
Rotþróagjöld verði kr. 22.700 á ári fyrir rotþró undir 6.0m3.
Fyrir stærri rotþrær en 6.0m3 verði rotþróargjald kr. 5.600 á ári fyrir hvern rúmmetra þróar.
Önnur gjöld fylgja byggingarvísitölu, sbr. 4. mgr. 7. gr og verða uppfærð skv. venju.

Álagningarhlutföll vatnsgjalda verði eftirfarandi:
Vatnsgjald pr. ferm. í húsnæði 299 kr. auk 10.511 kr. fastagjalds.

Árlegt vatnsgjald af sumarhúsum/frístundahúsum skal þó að lágmarki vera 35.000 kr.

Sorpgjöld:
Árlegt þjónustugjald vegna meðhöndlunar og förgunar úrgangs í Múlaþingi, til að standa undir kostnaði, skal innheimt með fasteignagjöldum. Gjöldin eru sem hér segir:
A. Á hverja íbúð í þéttbýli og á lögbýli, eða íbúðarhús utan þéttbýlis, greiðist þjónustugjald:
Söfnunargjald
kr. 36.000
Förgunargjald
kr. 15.400
Samtals:
kr. 51.400

Íbúar á Borgarfirði eystri fá 25% afslátt og eina rúllu af ruslapokum ár hvert.

B. Á hvert frístundahús greiðist 30% þjónustugjald af fullu gjaldi skv. lið A, enda geti notendur þeirra losað sig við úrgang á gámasvæðum á vegum sveitarfélagsins í gegnum klippikort sem þeir geta fengið afhent á skrifstofum Múlaþings.
Á hvert frístundahús sem er innan sumarhúsahverfis með yfir 20 sumarhúsum greiðist þjónustugjald sem nemur 60% af fullu gjaldi enda verður gámasvæði við hverfið frá fyrstu skipulögðu losun eftir 1. maí til síðustu skipulögðu losunar fyrir 30. september sbr. 7. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 803/2023 um meðhöndlun úrgangs.

C. Óski greiðendur eftir fleiri ílátum skal greiða árlega fyrir þau skv. neðangreindu:
Blandaður úrgangur 240 l kr. 28.800
Matarleifar 140 l
kr. 10.000
Pappír og pappi 240 l
kr. 10.000
Plastumbúðir 240 l
kr. 10.000

Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald og gjaldskrá skipulags- og byggingarmála í Múlaþingi sbr. fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 06.11.2023. Gjaldskrá fyrir rými í Sláturhúsinu menningarmiðstöð sbr. fundargerð byggðaráðs frá 24.10.2023.

Gjaldskrá Bókasafna Múlaþings
Allir íbúar Múlaþings fá gjaldsfrjáls skírteini á bókasöfn innan sveitarfélagsins.
Ef gögn glatast í vörslu lánþega er gjaldið kr. 3.100. Ef um ný gögn er að ræða (innan við tveggja árá gamalt) þá gildir innkaupsverð.
Millilán utan Múlaþings - lánþegi greiðir sendingarkostnað samkvæmt gjaldskrá Póstsins.
Lýsing Gjöld

Árskort (fyrir aðra en íbúa Múlaþings) 2.600 kr.
Mánaðarkort (fyrir aðra en íbúa Múlaþings) 550 kr.
Dagssekt 50 kr.
Hámarkssekt pr. gagn 1.000 kr.
Hámarkssekt pr. einstakling 7.250 kr.

Gjaldskrá tekur gildi fyrsta janúar 2024.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá (BVW)

4.Erindisbréf nefnda

Málsnúmer 202206247Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur að uppfærðum erindisbréfum fyrir byggðaráð og heimastjórnir í samræmi við samþykktar breytingar á samþykkt um stjórn Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögur að erindisbréfum fyrir byggðaráð og heimastjórnir Múlaþings og felur skrifstofustjóra birtingu þeirra og kynningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Verndarsvæði í byggð, Djúpivogur

Málsnúmer 202209190Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 30.10.2023, Verndarsvæði í byggð á Djúpavogi.

Til máls tók: Jónína Brynjólfsdóttir

Við fundarstjórn tók Hildur Þórisdóttir á meðan Jónína Brynjólfs tók til máls undir þessu máli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að auglýsa tillögu til ráðherra að breytingu á verndarsvæði í byggð á Djúpavogi í samræmi við ákvæði 2.gr. reglugerðar nr. 575/2016. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá (BVW)

6.Aðalskipulagsbreyting, Gilsárvirkjun

Málsnúmer 202308090Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 06.11.2023, varðandi tillögu er varðar breytingar á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 -2028.

Undir þessum lið vakti Benedikt Warén máls á hugsanlegu vanhæfi sínu vegna tengsla. Forseti bar upp vanhæfistillögu sem var samþykkt með 10 atkvæðum einn sat hjá (BVW)
Benedikt vék af fundi undir þessum lið en sat fundinn undir öðrum liðum.

Til máls tóku: Helgi Hlynur Ásgrímsson, Hyldur Þórisdóttir með fyrispurn,Jónína Brynjólfs sem svaraði fyrirspurn Hildar, Ívar Karl Hafliðason, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Við fundarstjórn tók Hildur þórisdóttir á meðan Jónína Brynjólfs tók til máls undir þessu máli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi skipulags- og matslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og nýs deiliskipulags fyrir vatnsaflsvirkjun í Gilsárdal í Múlaþingi verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins. Við endanlega afgreiðslu málsins skal horft til þess að tekin hafi verið afstaða til þess að sanngjörn gjöld af nýtingu auðlindarinnar er tengjast mögulegum virkjunum hafi verið fest í lög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Aðalskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Keilur undir Bjólfi

Málsnúmer 202304036Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 06.11.2023, varðandi tillögu er varðar breytingar á aðalskipulagi Seyðisfjarðar 2010 -2030.

Til máls tók: Ívar Karl Hafliðason

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings, í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010, skipulagstillögu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðar 2010-2030 vegna varnarkeila norðan Öldugarðs.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá (BVW)

8.Samkomulag um skipan svæðisskipulagsnefndar

Málsnúmer 202310116Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að samkomulagi um skipan svæðisskipulagsnefndar Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að skipan svæðisskipulagsnefndar og að aðal- og varafulltrúar Múlaþings í stjórn SSA taki sæti í svæðisskipulagsnefnd Austurlands. Sveitarstjóra falið að undirrita samkomulagið fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá (BVW)

9.Sláturhúsið Menningarmiðstöð, Samþykktir

Málsnúmer 202308081Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs, dags. 24.10.2023, varðandi samþykktir fyrir Sláturhúsið Menningarmiðstöð

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir fyrirliggjandi uppfærðar samþykktir fyrir Sláturhúsið Menningarmiðstöð og felur skrifstofustjóra að sjá til þess að þær verði virkjaðar.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá (BVW)

10.Beiðni um umfjöllun á Landbúnaði í sveitarfélaginu

Málsnúmer 202310196Vakta málsnúmer

202310196 - Beiðni um umfjöllun á Landbúnaði í sveitarfélaginu
Fyrir liggur tölvupóstur, dags. 04.11.2023, frá formanni félags nautgripabænda á Héraði og fjörðum um málefni landbúnaðar auk bókunar heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 08.11.2023, þar sem m.a. er tekið undir það er fram kemur í umræddum tölvupósti og því beint til sveitarastjórnar að taka málið til umfjöllunar:

Til máls tóku: Ívar Karl Hafliðason, Hildur þórisdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Eiður Gísli Guðmundsson, Sigurður Gunnarsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Benedikt V.Warén, Jónína Brynjólfsdóttir og Eiður Gísli Guðmundsson.

Við fundarstjórn tók Hildur Þórisdóttir á með Jónína Brynjólfs tók til máls undir þessu máli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í landbúnaði. Lækkun á afurðaverði, kostnaðarhækkanir, hækkun vaxta á liðnum árum, erfiðar aðstæður til nýliðunar, takmarkað aðgengi að lánsfé á hagstæðum kjörum til fjárfestinga og fjöldi annarra samverkandi þátta hefur sett framtíð atvinnugreinarinnar í algert uppnám. Forsendur til rekstrar eru því nánast brostnar, nauðsynleg nýliðun viðvarandi vandamál og tækifæri til fjárfestinga lítil sem engin sem hamlar um leið allri nýsköpun í greininni.

Eins og fram kemur í Svæðisskipulagi Austurlands er landbúnaður mikilvæg grunnstoð í atvinnulífi Austurlands, eins og víðar um land, og því mikilvægt að umgjörð atvinnugreinarinnar verði styrkt. Sveitarstjórn telur mikilvægt að horft sé til þess að ná fram hækkuðu afurðaverði, tryggja greiðan aðgang að þolinmóðu lánsfé til fjárfestinga og auk þess að útfæra lán í anda hlutdeildarlána til að fá aukinn kraft í nýliðun. Horfa þarf til þess að styrkja samkeppnisstöðu greinarinnar og tryggja að gæðaeftirlit með innflutningi og innlendri framleiðslu sé hið sama. Miklar kröfur hafa verið settar um aðbúnað búfjár til matvælaframleiðslu á Íslandi síðustu ár með tilheyrandi kostnaði hjá bændum en án þess að fjármagn hafi fylgt.
Landbúnaður er jafnframt byggðarmál og mikilvægt að sveitir landsins verði áfram í byggð enda blómlegar sveitir eitt helsta kennileiti íslenskrar þjóðar.
Sveitarstjórn Múlaþings skorar því á stjórnvöld að koma nú að krafti inn í greinina og stuðla að því að landbúnaður búi við eðlilegt rekstrarumhverfi til að fyrirbyggja fyrirsjáanlegt hrun í greininni með ófyrirséðum afleiðingum fyrir matvælaöryggi þjóðarinnar. Slíkt öryggi þarf að tryggja með aðgerðum en ekki orðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Samræmd móttaka flóttafólks

Málsnúmer 202311045Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi, er barst í tölvupósti dags. 06.11.2023, frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu þar sem óskað er eftir afstöðu Múlaþings til framlengingar gildandi samnings um samræmda móttöku flóttafólks um eitt ár.

Til máls tók: Björn Ingimarsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að framlengdur verði samningur um móttöku flóttafólks að því gefnu að tekið verði tillit til þeirra takmarkana, varðandi móttöku, sem eru að aðstaða sem er í boði er á Eiðum. Einnig verði gert ráð fyrir kostnaði vegna almenningssamgangna á milli Egilsstaða og Eiða í umræddum samningi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsagnarferli vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað fyrir Blábjörg ehf.

Málsnúmer 202209129Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi , dagsett 1. nóvember 2023, vegna umsóknar frá Blábjörgum ehf., kennitala 7105060430, um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað að Blábjörgum, Borgarfirði eystri, fnr.217-4506. Um er að ræða umsókn um leyfi til að selja áfengi sem er að rúmmáli meira en 12% af hreinum vínanda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á grundvelli áfengislaga nr.75/1998, sbr. 35/2022 og reglugerðar nr. 800/2022 um sölu áfengis á framleiðslustað veitir sveitarstjórn Múlaþings jákvæða umsögn um sölu áfengis á framleiðslustað að Blábjörgum, Borgarfirði eystri, fnr.217-4506, sem er að rúmmáli meira en 12% af hreinum vínanda. Salan er heimil milli kl. 12.00 og 23.00 en skal að öðru leiti fara fram í samræmi við reglugerð nr. 800/2022.
Sveitarstjórn staðfestir að starfsemin er í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og að lokaúttekt hafi farið fram, sbr. umsögn byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa. Jafnframt staðfestir sveitarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um. Þá staðfestir sveitarstjórn að kröfum um brunavarnir er fullnægt, sbr. umsögn Brunavarna á Austurlandi og að starfsemin er í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga um matvæli, sbr. umsögn Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Byggðakvóti Múlaþing

Málsnúmer 202201031Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Borgarfjarðar frá 09.11.2023 varðandi byggðakvóta í Múlaþingi.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Borgarfjarðar eystri varðandi þörf á að styrkja sjávarútveg Borgarfjarðar og beinir því til Byggðastofnunar að taka til skoðunar hvort ekki sé nú forsendur fyrir því að úthluta sértækum byggðakvóta til Borgarfjarðar sem byggðafestuaðgerð. Sveitarstjóra falið að koma málinu á framfæri við Byggðastofnun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Strandveiðar 2024

Málsnúmer 202311031Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Borgarfjarðar frá 09.11.2023 varðandi strandveiðar 2024.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Eiður Gísli Guðmundsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson sem svaraði fyrirspurn Hildar, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir bar upp fyrirspurn, Eyþór Stefánsson sem svaraði fyrirspurn Ásrúnar og Hildar Þórisdóttur, Ívar Karl Hafliðason, Eyþór Stefánsson sem kom til svara og Helgi Hlynur Ásgrímsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn tekur undir með heimastjórn Borgarfjarðar og harmar að enn hafi ekki tekist að tryggja 48 daga til strandveiða á ári. Skekkjan sem stöðvun veiða fáeinum dögum eftir að stór fiskur skilar sér á miðin við Norður og Austurland hefur leitt til fækkunar strandveiðibáta á öllum svæðum nema A- svæði en þó er fækkunin mest á C- svæði. Ýmsar leiðir eru færar til að draga úr ósangirni núverandi kerfis m.a. jafna magn aflaheimilda í hverjum mánuði, fækkun daga í hverjum mánuði eða skipting aflaheimilda eftir fjölda skráðra báta á hvert svæði. Sveitarstjórn Múlaþings skorar á matvælaráðherra að leita allra leiða til að auka aflaheimildir í strandveiðipottinn svo 48 dagar megi nást en að öðrum kosti að jafna leikinn svo yfirstandandi hrun strandveiðiútgerðar á C- svæði verði stöðvuð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingar.

15.Heimastjórn Borgarfjarðar - 41

Málsnúmer 2311004FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

16.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 40

Málsnúmer 2310024FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson og Vilhjálmur Jónsson vegna liðar 1.

Lagt fram til kynningar.

17.Heimastjórn Djúpavogs - 43

Málsnúmer 2310009FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

18.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 40

Málsnúmer 2311001FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 3, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir vegna liðar, Hildur Þórisdóttir vegna liðar, Eyþór Stefánsson vegna liðar, Björn Ingimarsson vegna liðar, Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Hildur Þórisdóttir og Ásrún Mjöll Stefánsdóttir

Lagt fram til kynningar.

19.Byggðaráð Múlaþings - 97

Málsnúmer 2310003FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

20.Byggðaráð Múlaþings - 98

Málsnúmer 2310014FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

21.Byggðaráð Múlaþings - 99

Málsnúmer 2310022FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

22.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 97

23.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 98

24.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 99

25.Fjölskylduráð Múlaþings - 84

Málsnúmer 2310010FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

26.Fjölskylduráð Múlaþings - 85

27.Fjölskylduráð Múlaþings - 86

Málsnúmer 2310021FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

28.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?