Fara í efni

Skipurit Múlaþings

Málsnúmer 202311136

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 42. fundur - 13.12.2023

Fyrir liggur tillaga að breytingum á skipuriti Múlaþings sem samþykktar hafa verið í fjölskylduráði og kynntar í byggðaráði.

Til máls tók: Björn Ingimarsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur að breyttu skipuriti stjórnsýslu Múlaþings og felur sveitarstjóra að sjá til að þær verði innleiddar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Múlaþings - 26. fundur - 13.12.2023

Fræðslustjóri, Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, kom inn á fundinn undir þessum lið og kynnti skipulagsbreytingar sem verða á fjölskyldusviði um áramótin 2023-2024. Ungmennaráð þakkar Sigurbjörgu fyrir komuna á fundinn.

Byggðaráð Múlaþings - 148. fundur - 25.03.2025

Fyrir liggur tillaga að breytingum á skipuriti Múlaþings.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi breytingar á skipuriti Múlaþings og vísar málinu til afgreiðslu hjá sveitastjórn.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum, einn sat hjá (ES)

Sveitarstjórn Múlaþings - 57. fundur - 09.04.2025

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs 25.03.2025 um breytingar á skipuriti Múlaþings. Eftir breytinguna verður staða sviðsstjóra menningar- og atvinnumála lögð niður og starfsmenn þess sviðs fara undir skrifstofustjóra auk þess sem ákveðnir málaflokkar dreifast á önnur svið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á skipuriti Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?