Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

42. fundur 13. desember 2023 kl. 13:00 - 17:50 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson varamaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Sigurður Gunnarsson varamaður
  • Einar Freyr Guðmundsson varamaður
  • Pétur Heimisson varamaður
  • Björg Eyþórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði
Í upphafi fundar bar forseti sveitarstjórnar upp tillögu um að mál nr.15, Fráveitusamþykkt í Múlaþingi yrði bætt á dagskrána, var það samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2024 - 2027

Málsnúmer 202306001Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fjárhagsáætlun 2024, ásamt þriggja ára áætlun, til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2024 nema 10.467 millj.kr. samkvæmt samstæðu fyrir A og B hluta, en þar af nema rekstrartekjur A hluta 8.938 millj.kr.

Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir verða alls 8.719 millj.kr. í samstæðu fyrir A og B hluta, þar af eru rekstrargjöld A hluta áætluð 8.126 millj.kr. Afskriftir ársins í A og B hluta nema 493 millj.kr., þar af 291 millj.kr. í A hluta. Fjármagnsliðir verða neikvæðir um 710 millj.kr. í samanteknum A og B hluta, þar af 557 millj.kr. í A hluta.

Eftir fjármagnsliði, afskriftir, skatta og óreglulega liði er rekstrarafkoma ársins jákvæð um 530 millj.kr. í samanteknum A og B hluta. Afkoma A-hluta er neikvæð og nema rekstrargjöld umfram rekstrartekjur um 36 millj.kr.

Veltufé frá rekstri er jákvætt um 1.585 millj.kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af er veltufé frá rekstri í A hluta jákvætt um 750 millj.kr.

Fjárfestingar ársins 2024 nema nettó 1.360 millj.kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 500 millj.kr. í A hluta.

Afborganir af lánum hjá samstæðu A og B hluta verða 989 millj.kr. á árinu 2024, þar af 710 millj.kr. í A hluta.

Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 13.456 millj.kr. í árslok 2024 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 9.913 millj.kr.

Skuldaviðmið samstæðu A og B hluta verður 100% í árslok 2024.

Fjárhagsáætlun 2024-2027 í heild sinni verður að öðru leyti aðgengileg á heimasíðu Múlaþings.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Einar Freyr Guðmundsson, Sigurður Gunnarsson, Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Jónína Brynjólfsdóttir svaraði fyrirspurn Hildar, Pétur Jónsson, Þröstur Jónsson, Sigurður Gunnarsson, Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson og Eyþór Stefánsson

Hildur Þórisdóttir tók við fundarstjórn á meðan Jónína Brynjólf tók til máls.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2024 við seinni umræðu, ásamt þriggja ára áætlun 2025-2027. Fyrri umræða um fjárhagsáætlunina fór fram 15. nóvember sl.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá (ÞJ)

2.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 202309111Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2024

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir eftirfarandi gjaldskrár fyrir árið 2024:

Gjaldskrá hjá Múlaþingi árið 2024 fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs, gjaldskrá Slökkviliðs Múlaþings, gjaldskrá fyrir hafnir Múlaþings og gjaldskrá fyrir þjónustumiðstöðvar Múlaþings, sbr. fundargerðir umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 20.11.2023 og 04.12.2023. Gjaldskrár fyrir félagsþjónustu Múlaþings, gjaldskrár fræðslumála og gjaldskrár íþróttamannvirkja sbr. fundagerðir fjölskylduráðs frá 28.11.2023 og 05.12.2023 eru jafnframt staðfestar í heild sinni.

Sveitarstjórn leggur jafnframt áherslu á að eigi síðar en í byrjun janúar hafi gjaldskrár verið birtar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 04.12.2023, varðandi Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Þröstur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Pétur Heimisson, Þröstur Jónsson og Ívar Karl Hafliðason

Hildur Þórisdóttir tók við fundarstjórn á meðan Jónína Brynjólfs tók til máls.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi skipulags- og matslýsing nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn á móti (ÞJ)

4.Samningur um greiðslu afgjalds vegna efnistöku við Eyvindará

Málsnúmer 202309158Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 27.11.2023, varðandi samning um greiðslu afgjalds vegna efnistöku við Eyvindará.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir fyrirliggjandi samning við Ríkiseignir um greiðslu afgjalds vegna efnistöku við Eyvindará.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Rammahluti aðalskipulags, Stuðlagil

Málsnúmer 202111199Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 04.12.2023, varðandi rammahluta aðalskipulags við Stuðlagil.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi tillögu að rammahluta aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 ferðamannastaðar við Stuðlagil og felur skipulagsfulltrúa framkvæmd málsins. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn fyrirliggjandi drög að umsögnum um athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023-2024

Málsnúmer 202312016Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tilkynning frá matvælaráðuneytinu um hversu miklar aflaheimildir um byggðakvóta koma í hlut hvers byggðalags innan Múlaþings á fiskveiðiárinu 2023/2024 auk bókana heimastjórna Borgarfjarðar, dags. 06.12.2023, Djúpavogs og Seyðisfjarðar, dags. 07.12.2023 varðandi málið.

Til máls tóku: Pétur Heimisson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Eyþór Stefánsson, Ívar Karl Hafliðason, Þröstur Jónsson, Hildur Þórisdóttir og Helgi Hlynur Ásgrímsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórnum Borgarfjarðar, Djúpavogs og Seyðisfjarðar um að ekki verði sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023-2024. Ritara falið að koma afgreiðslu sveitarstjórnar á framfæri við Matvælaráðuneytið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Skipurit Múlaþings

Málsnúmer 202311136Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að breytingum á skipuriti Múlaþings sem samþykktar hafa verið í fjölskylduráði og kynntar í byggðaráði.

Til máls tók: Björn Ingimarsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur að breyttu skipuriti stjórnsýslu Múlaþings og felur sveitarstjóra að sjá til að þær verði innleiddar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Reglur um íbúakosningar hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202309119Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs, dags. 28.11.2023, varðandi reglur um íbúakosningar í Múlaþingi.

Til máls tóku: Einar Freyr Guðmundsson, Eyþór Stefánsson sem bar upp fyrirspurn, Pétur Heimisson, Ívar Karl Hafliðason sem svaraði fyrirspurn Eyþórs Stefánssonar, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn Eyþórs, Þröstur Jónsson svaraði fyrirspurn Eyþórs, Helgi Hlynur Ásgrímsson sem svaraði einnig fyrirspurn Eyþórs og Eyþór Stefánsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir fyrirliggjandi reglur um framkvæmd íbúakosninga hjá Múlaþingi og felur skrifstofustjóra að sjá til þess að þær verði virkjaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Fundir sveitarstjórnar, ráða og heimastjórna janúar til júlí 2024

Málsnúmer 202311115Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að fundardagatali sveitarstjórnar og fastanefnda Múlaþings janúar til júlí 2024.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Eyþór Stefánsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Jónína Brynjólfsdóttir.

Hildur Þórisdóttir tók við fundarstjórn á meðan Jónína tók til máls.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi fundardagatal sveitarstjórnar og fastanefnda janúar til júlí 2024 og felur skrifstofustjóra að sjá til þess að það verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn á móti (ES)

10.Bundið slitlag á fjölfarna vegi í sveitum Múlaþings

Málsnúmer 202311113Vakta málsnúmer

Fyrir liggja bókanir heimastjórna, dags. 07.12.2023 og 08.12.2023, varðandi ástand vega í dreifbýli sveitarfélagsins.

Til máls tóku: Ívar Karl Hafliðason, Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Jónína Brynjólfsdóttir svaraði fyrirspurn Hildar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórnum Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar varðandi mikilvægi þess að lagt verði bundið slitlag á fjölfarna vegi í sveitum sveitarfélagsins og beinir því til Vegagerðarinnar að við þessu verði brugðist. Um er að ræða m.a. veg 923 að Grund, þar sem einn fjölfarnasti ferðamannastaður Austurlands er staðsettur, sem er Stuðlagil, vegina beggja vegna Seyðisfjarðar að Vestdal og Hánefsstöðum. Veg að Vínlandi, Eyvindará og ómalbikaða vegi í Tungunni og upp á Jökuldal. Sveitarstjóra falið að koma þessu á framfæri við Vegagerðina.

Samþykkt samhljóða með handaupréttingu.

11.Rekstur í Löngubúð

Málsnúmer 202210185Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Djúpavogs, dags. 07.12.2023, varðandi rekstur Löngubúðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu heimastjórnar Djúpavogs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að gengið verði til samninga við Frú Stefaníu ehf. á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs um rekstur Löngubúðar. Atvinnu- og menningarmálastjóra falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Beiðni um tilnefningar í svæðisráð austursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði

Málsnúmer 202311052Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti varðandi tilnefningar í svæðisráð austursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að tilnefna Vilhjálm Jónsson, B-lista, og Pétur Heimisson V-lista, sem aðalmenn í svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs og Ásdísi Helgu Bjarnadóttur, B-lista, og Rannveigu Þórhallsdóttur, V-lista, sem varamenn í svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs. Skrifstofustjóra falið að koma tilnefningum á framfæri við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Mögulegt vanhæfi sveitarstjórnarfulltrúa

Málsnúmer 202312093Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá sveitarstjórnarfulltrúa Ásrúnu Mjöll Stefánsdóttur varðandi mögulegt vanhæfi sveitarstjórnarfulltrúa.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, Pétur Heimisson sem bar upp fyrirspurn, Eyþór Stefánsson sem bar upp fyrirspurn, Einar Freyr Guðmundsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði fyrirspurnum Péturs og Eyþórs, Einar Freyr Guðmundsson til andsvara vegna umræðu Helga Hlyns Ásgrímssonar, Pétur Heimisson, Eyþór Stefánsson sem bar upp fyrirspurn, Ívar Karl Hafliðason sem svaraði fyrirspurn Eyþórs, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Einar Freyr Guðmundsson, Pétur Heimisson til svara, Hildur Þórisdóttir bar upp fyrirspurn, Jónína Brynjólfsdóttir svaraði fyrirspurn Hildar, Eyþór Stefánsson til svara, Þröstur Jónsson, Ívar Karl Hafliðason og Þröstur Jónsson

Hildur Þórisdóttir tók við fundarstjórn á meðan Jónína Brynjólfsdóttir tók til máls.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að svara fyrirliggjandi erindi varðandi mögulegt vanhæfi sveitarstjórnarfulltrúa.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn á móti (ÞJ)

Fyrir hönd V-lista og L-lista lagði Pétur Heimisson fram eftirfarandi bókun:
Fyrir liggur lögfræðiálit um mögulegt vanhæfi sveitarstjórnarfulltrúa við meðferð mála hjá Múlaþingi. Álitið byggir á aðild að félagi (forsvarsmaður náttúruverndarsamtaka) annars vegar og mögulegrar áður tjáðrar afstöðu hins vegar. Ekki kemur fram að fulltrúinn sé mögulega vanhæfur vegna fjárhagslegs ábata og vensl eiga hér tæpast við. Gagnrýnisvert er að einungis er að mjög takmörkuðu leyti vikið að sérstökum sjónarmiðum sem gilda um pólitískt kjörna fulltrúa, fulltrúa sem eðlilegt hlýtur að teljast að hafi ákveðnar skoðanir. Fram kemur að ætíð þurfi að fara fram atviksbundið mat á aðstæðum sem vanhæfi geti valdið hverju sinni. Eðlilegra væri að fjalla sérstaklega um vanhæfi pólitískra fulltrúa með hliðsjón af fyrirliggjandi atvikum, en ekki á almennum grundvelli. Við teljum ámælisvert frá persónuverndarlögum og lýðræðissjónarmiðum að fulltrúar minnihluta lendi ítrekað til skoðunar vegna mögulegs vanhæfis án þeirra vitneskju. Þá er sérstaklega umhugsunarvert að enn er ekki óskað álits sambands íslenskra sveitarfélaga sem sérhæfir sig í slíkum málum, heldur fengið aðkeypt álit lögfræðings.

14.Vegslóðar og utanvegaakstur

Málsnúmer 202210104Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 08.12.2023, varðandi vegslóða og utanvegaakstur.

Til máls tóku: Ívar Karl Hafliðason, Pétur Heimisson sem bar upp fyrirspurn, Björn Ingimarsson svaraði fyrirspurn Péturs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa tillögu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs varðandi mögulega samningsgerð um tímabundið veghald á vegslóða sem liggur frá Kárahnjúkastíflu yfir Sauðárstíflu, gegnum Brúardali, framhjá Fagradal og yfir á veg F905 við Álftadalsá til umhverfis- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Fráveitusamþykkt í Múlaþingi

Málsnúmer 202312200Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga um samþykkt um fráveitur í Múlaþingi til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn og Ívar Karl Hafliðason kom til svara.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að samþykkt um fráveitur í Múlaþingi og felur sveitarstjóra að sjá til þess að samþykktin verðið virkjuð og kynnt.

16.Heimastjórn Borgarfjarðar - 42

Málsnúmer 2312001FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 41

Málsnúmer 2311023FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 3, Ívar Karl Hafliðason, Eyþór Stefánsson og Pétur Heimisson

Lagt fram til kynningar.

18.Heimastjórn Djúpavogs - 44

Málsnúmer 2311008FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 1, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Björn Ingimarsson með andsvar

Lagt fram til kynningar.

19.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 41

Málsnúmer 2311018FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

20.Byggðaráð Múlaþings - 100

Málsnúmer 2311009FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

21.Byggðaráð Múlaþings - 101

Málsnúmer 2311015FVakta málsnúmer

Til máls tók: Ívar Karl Hafliðason vegna liðar 9.

Lagt fram til kynningar.

22.Byggðaráð Múlaþings - 102

Málsnúmer 2311026FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna 15.liðar, Einar Freyr Guðmundsson, Pétur Heimisson, Hildur Þórisdóttir, Björn Ingimarsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson. Vegna liðar 9 og 14, Ívar Karl Hafliðason. Pétur Heimisson, Helgi Hlynur Ásgrímsson vegna liðar 9.

Lagt fram til kynningar.

23.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 100

24.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 101

25.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 102

26.Fjölskylduráð Múlaþings - 87

Málsnúmer 2311011FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 2,Eyþór Stefánsson, Ívar Karl Hafliðason og Sigurður Gunnarsson. Vegna liðar 3, Eyþór Stefánsson

Lagt fram til kynningar.

27.Fjölskylduráð Múlaþings - 88

Málsnúmer 2311016FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

28.Fjölskylduráð Múlaþings - 89

Málsnúmer 2311024FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 5, Eyþór Stefánsson sem bar upp fyrirspurn, Ívar Karl Hafliðason kom til svara, Sigurður Gunnarsson, Ívar Karl Hafliðason, Björg Eyþórsdóttir og Jónína Brynjólfsdóttir.

Hildur þórisdóttir tók við fundarstjórn þegar Jónína tók til máls undir þessum lið

Lagt fram til kynningar.

29.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?