Fara í efni

Áherslumál heimastjórna

Málsnúmer 202401002

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 43. fundur - 09.01.2024

Fyrir liggur minnisblað frá Hugrúnu Hjálmarsdóttur, framkvæmda- og umhverfismálastjóra Múlaþings, þar sem farið er yfir stöðu áherslumála heimastjórna.

Helstu verkefni á Borgarfirði eru á áætlun en þar má nefna: Fjarðarborg, viðhald íbúða og fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir. Í ár stendur til að byrja á að steypa nýja gangstétt meðfram þorpsgötunni og byggja líkamsræktaraðstöðu við sparkhöll.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 42. fundur - 11.01.2024

Inn á fundinn undir þessum lið kom Hugrún Hjálmarsdóttir í gegnum fjarfundabúnað og fór yfir minnisblað og stöðu áherslumála heimastjórnar Seyðisfjarðar.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 09:00

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 42. fundur - 11.01.2024

Fyrir liggur tölvupóstur frá framkvæmda- og umhverfismálastjóra, dagsettur 29.12.2023, þar sem farið er yfir stöðu verkefna sem kallað var eftir við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2023.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?