Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

42. fundur 11. janúar 2024 kl. 13:00 - 14:45 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
  • Guðný Drífa Snæland varamaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Skipulags- og matslýsing Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 hefur verið lögð fram til kynningar í Skipulagsgátt. Óskað er eftir að umsagnir, ábendingar og sjónarmið er varða efni skipulagslýsingarinnar berist fyrir 31. janúar 2024.

Lagt fram til kynningar.

2.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum

Málsnúmer 202201165Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fjórar greinargerðir frá íslenska ríkinu þar sem lýst er kröfum í landsvæði á svæði 11, Austfirðir, sem lagt er til að verði úrskurðuð sem þjóðlendur.

Lagt fram til kynningar.

3.Ósk um umsögn, matsáætlun, Vindorkugarður í Klausturseli

Málsnúmer 202212063Vakta málsnúmer

Fyrir liggur álit Skipulagsstofnunar um matsáætlun, dagsett 27.12.2023, fyrir allt að 500 MW vindorkugarð í Klausturseli, Múlaþingi. Málið var áður á dagskrá heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 5.1.2023 þegar gerð var umsögn um málið.

Lagt fram til kynningar.

4.Áherslumál heimastjórna

Málsnúmer 202401002Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá framkvæmda- og umhverfismálastjóra, dagsettur 29.12.2023, þar sem farið er yfir stöðu verkefna sem kallað var eftir við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2023.

Lagt fram til kynningar.

5.Deiliskipulagsbreyting, Grund á Jökuldal

Málsnúmer 202111210Vakta málsnúmer

Lagt er fyrir deiliskipulag ferðaþjónustu að Grund á Jökuldal. Skipulagið hefur verið uppfært með tilliti til breytinga á rammahluta Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir ferðaþjónustu- og áfangastaðinn Stuðlagil á Jökuldal auk þess sem brugðist hefur verið við athugasemdum Minjastofnunar Íslands, dags. 2. júní 2023, sem barst á auglýsingatíma skipulagsins.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 8.1.2024:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir deiliskipulag í landi Grundar og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulag í landi Grundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Deiliskipulag, Hákonarstaðir á Jökuldal

Málsnúmer 202111209Vakta málsnúmer

Lagt er fyrir deiliskipulag ferðaþjónustu að Hákonarstöðum á Jökuldal. Skipulagið hefur verið uppfært með tilliti til breytinga á rammahluta Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir ferðaþjónustu- og áfangastaðinn Stuðlagil á Jökuldal.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 8.1.2024:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir deiliskipulag í landi Hákonarstaða og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulag í landi Hákonarstaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Deiliskipulag, Jökuldalur, Klaustursel

Málsnúmer 202111169Vakta málsnúmer

Lagt er fyrir deiliskipulag ferðaþjónustu í landi Klaustursels á Jökuldal. Skipulagið hefur verið uppfært með tilliti til breytinga á rammahluta Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir ferðaþjónustu- og áfangastaðinn Stuðlagil á Jökuldal.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 8.1.2024:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir deiliskipulag í landi Klaustursels og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu. Ráðið samþykkir jafnframt uppfærð drög að umsögnum um athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma skipulagsins.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulag í landi Klaustursels. Heimastjórn samþykkir jafnframt uppfærð drög að umsögnum um athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma skipulagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 14:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?